Fréttir
Módelteikning af húsinu sem mun rísa við Ólafsbraut 23. Ljósm. snb.is

Nýtt húsnæði fyrir félagsstarf eldri borgara í Snæfellsbæ

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Nú í sumar bauðst Snæfellsbæ að kaupa fjögur hús sem staðið hafa í Öskjuhlíðinni í Reykjavík og þar verið nýtt undir leikskólastarfsemi. Húsin, sem eru einingahús, buðust á mjög góðu verði og samþykkti bæjarstjórn Snæfellsbæjar samhljóða að kaupa húsin. Þau koma að góðum notum, þar sem myndast hefur töluverð þörf fyrir húsnæði fyrir félagsstarf eldri borgara og mikil umræða hefur verið um það að reyna að koma því öfluga félagsstarfi sem þar fer fram undir eitt þak. Eitt af þessum húsum mun jafnframt verða staðsett við Lýsuhólsskóla.\r\n\r\nFram kemur í pistli bæjarstjórans Kristins Jónassonar á heimasíðu Snæfellsbæjar að húsin séu einingahús frá SG húsum á Selfossi og verði sett niður á lóðinni milli Landsbankans og Söluskála ÓK við Ólafsbraut 23 í Ólafsvík. „Þau hafa verið staðsett á leigulóð í Öskjuhlíðinni, sem nú stendur til að nýta fyrir byggingu stúdentaíbúða. Aldrei stóð til að húsin yrðu lengi á staðnum og alltaf ljóst að þau þyrfti að fjarlægja á einhverjum tímapunkti. Þetta eru því einingahús sem auðvelt er að taka niður og flytja í burtu. Nokkur tímapressa er á rekstraraðilum leikskólans að losa húsin af lóðinni sem fyrst og buðust þau því á mjög góðu verði gegn því að þau yrðu tekin niður og flutt í burtu hratt og örugglega. Um leið og þau buðust Snæfellsbæ til kaups fóru menn, m.a. byggingarfulltrúi Snæfellsbæjar, til að skoða þau og taka þau út, og komust að því að þetta væru hús í mjög góðu ástandi.“\r\n\r\nÞá segir í pistlinum að áætlanir gera ráð fyrir því að þegar þessi hús verða upp komin og tilbúin til notkunar þá verði kostnaðurinn við þau í kringum 100 þúsund krónur á fermetra. Ef sveitarfélagið hefði hins vegar byggt nýtt sambærileg hús þá hefði kostnaðurinn verið allt að ein milljón á fermetra og er því sparnaðurinn verulegur. Þegar bæjarstjórn var búin að samþykkja kaupin var samið við fyrirtækið Einar P. &amp; Kó um að taka húsin niður í Reykjavík og setja þau upp í Snæfellsbæ. Jafnframt var samið við flutningafyrirtæki um að flytja þau vestur. Til að hægt yrði að fá leyfi fyrir flutningunum þurfti að gefa út stöðuleyfi fyrir húsunum í Snæfellsbæ og var það gert þar sem þetta eru einingahús sem auðvelt er að taka niður og flytja í burtu ef á þarf að halda. Það eru jafnframt fordæmi fyrir því, bæði í Snæfellsbæ sem og um allt land, að slíkt sé gert.\r\n\r\n„Samkvæmt skipulagi lóðarinnar, þá er gert ráð fyrir húsum á 1-3 hæðum. Þetta hús verður á einni hæð og mun þannig falla vel að nærliggjandi húsum, þ.e. Landsbankahúsinu og Söluskála ÓK. Hafin er vinna við óverulega breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, en þar sem verið er að draga verulega úr byggingarmagni mun það ekki hafa mikil áhrif. Eins og fyrr segir þá er komið stöðuleyfi fyrir húsunum, en formlegt byggingarleyfi verður ekki gefið út fyrr en deiliskipulagsvinnu verður lokið. Húsið sem standa mun við Ólafsbrautina verður vonandi flutt í Snæfellsbæ í lok þessarar viku eða í þeirri næstu en það veltur m.a á veðri, lögreglufylgd o.fl. Húsið sem standa á við Lýsuhólsskóla kemur seinna. Fljótlega verður hafin vinna við undirstöðurnar svo hægt sé að reisa það en unnið er að endanlegri hönnun á tengingu við skólann. Ekki er búið að taka formlega ákvörðun hvar fjórða húsið verður staðsett.\r\n\r\nAð lokum segir Kristinn að ljóst sé að fyrirhugað húsnæði eigi eftir að verða algjör bylting fyrir starfsemi eldri borgara í Snæfellsbæ, sem hingað til hefur verið dreifð um bæinn. „Með tilkomu þessa húsnæðis, sem er tæpir 500 fermetrar er hægt að koma allri þessari starfsemi undir eitt þak og efla enn frekar starf Félags eldri borgara. Þess má geta að Snæfellsbær hefur átt frábært samstarf við stjórn Félags eldri borgara í Snæfellsbæ um þetta málefni og það ber að þakka.“\r\n\r\n[caption id=\"attachment_56631\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-56631 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/09/Nytt-husnaedi-fyrir-felagsstarf-eldri-borgara-i-Snaefellsbae_2-600x400.jpg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"400\" /> Vigfús Vigfússon, elsti íbúi Snæfellsbæjar, tók í sumar fyrstu skóflustunguna að húsi eldri borgara. Honum til aðstoðar var Vigfús Þráinn Bjarnason frá fyrirtækinu B. Vigfússyni ehf sem mun sjá um að taka grunn hússins. Ljósm. úr safni/af.[/caption]",
  "innerBlocks": []
}
Nýtt húsnæði fyrir félagsstarf eldri borgara í Snæfellsbæ - Skessuhorn