
Vestri-Reynir á land sitt að og á Akrafjall þar sem jafnframt er mikil umferð fólks með hunda. Sumir láta hunda sína ganga lausa. Ljósm. mm.
Lausir hundar helsærðu ásetningsgimbur
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Haraldur Benediktsson bóndi á Vestra-Reyni við rætur Akrafjalls greinir frá því á FB síðu sinni að nýverið hafi tveir lausir husky hundar ráðist á fé frá bænum, helsært ásetningsgimbur úr bústofninum, þannig að aflífa varð dýrið. Lögregla lét vita. Haraldur tekur í upphafi fram að hann er þakklátur hundaeigandanum fyrir að hafa látið vita af atvikinu, það sé í fyrsta sinn í meira en 30 ár sem slíkt gerist. „Lausaganga hunda er mikið vandamál hér. Íbúar í þéttbýlinu stunda það að viðra hunda sína innan girðingar hjá bændum. Það skiptir engu máli þó skilti séu uppi sem segi að lausaganga hunda sé bönnuð. Akranesbær hefur svæði fyrir hunda, en það virðist ekki nóg. Umferð hundaeigenda og lausaganga hunda er stöðugt að aukast og ófriður vegna þess. Við höfum hreinlega ekki lengur yfirráð yfir stórum hluta af jörð okkar, eða getum nýtt hana til beitar,“ skrifar Haraldur.\r\n\r\n„Þetta var alls ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þegar komist er í færi við hundaeigendur sem þetta gera er oftar ekki verið með stæla, frekar en að sjá að sér. Því miður eru þeir mun færri sem sjá að sér. Í gegnum árin höfum við sem eigum fé við Akrafjall orðið fyrir barðinu á slíku. Fé er sært, það er hreinlega drepið, eða það hrekst í skurði og drukknar. Þess bíður kvalarfullur dauði, ef ekki sést í tíma að skepnan sé særð.\r\n\r\n„Ég kalla eftir að samfélag hundaeiganda virði reglur og virði eignarrétt okkar bænda á löndum okkar,“ skrifar Haraldur. „Það er hræðilegt að vera eigandi hunds sem veldur slíku, vissulega getur fólk lent í því. En verst af öllu er að vera svo skeytingarlaus að láta sér í léttu rúmi liggja afleiðingar. Skeyta engu um að farið er um svæði sem aðrir eiga og hafa afkomu sína af því að nytja það. Spurningin er hvort fer að verða tímabært að kalla eftir mun harðari aðgerðum gegn slíku háttarlagi. Þess þarf ekki ef hundaeigendum ber gæfa til að þekkja ábyrgð sína,“ skrifar Haraldur.\r\n\r\nÞess ber að geta að mynd af ásetningsgimbrinni sem hundarnir réðust á, er ekki hæf til birtingar.", "innerBlocks": [] }