Fréttir
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Ljósm. úr safni/mm

Kristján lætur vel af liðinni hvalvertíð

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Hundrað daga hvalveiðivertíð Hvals hf. er nú lokið, hún hófst 22. júní og lauk 29. september. Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. segir í samtali við Skessuhorn að vel hafi gengið en þetta sumar skeri sig úr að því leyti að september var besti veiðimánuðurinn. Framan af sumri lá hvalurinn dýpra og því lengra að sigla. „Við fengum svo einmuna veðurblíðu allt frá höfuðdeginum og út september. Það er óvenjulegt að flestar langreyðar veiðist í september þegar bræla er oft tíðari og birtutíminn skemmri en yfir hásumarmánuðina. Núna í haust hefur hvalurinn haldið sig nálægt landi og því stutt fyrir hvalveiðibátana að sigla hér vestur um út af Hvalfirði,“ segir Kristján. Bátunum Hvali 8 og Hvali 9 hefur nú verið lagt í stæði sín í Reykjavíkurhöfn þar sem vel fer um þá og eru þeir í raun augnayndi fyrir ferðafólk og aðra gesti sem leið eiga um höfnina. Bátarnir eru tengdir rafmagni og hitaveitu úr landi frá Faxaflóahöfnum.\r\n\r\nAlls veiddust 148 langreyðar á vertíðinni að þessu sinni, en þær voru 146 sumarið 2018 þegar síðast var veiddur hvalur. Allar afurðir frá því fyrir fjórum árum eru nú seldar. Kristján segir að hvalalýsið hafi að hluta verið brennt sem eldsneyti á bátana í sumar. „Við notum um 35% af lýsi á móti olíu til að knýja gufuvélar bátanna, en það er ágæt orka í lýsinu og gott að nýta með þessu móti afurðirnar í topp,“ segir hann.\r\n\r\nVinnslan í sumar gekk sömuleiðis vel, að sögn Kristjáns. Afurðirnar eru unnar í hvalstöðinni í Hvalfirði, lýsið brætt, kjötið fryst og rengi og spik ísað. Í Hafnarfirði er síðan afurðunum pakkað og þær frystar. „Nýtingin á þessum afurðum öllum er ágæt; hvort sem um er að ræða kjöt, spik, rengi, lýsi eða mjöl,“ segir Kristján. Sem fyrr verða afurðirnar seldar til Japan og býst Kristján við að meira verði flutt af hvalaafurðum þangað en Japanir sjálfir ná að útvega sér með eigin veiðum. Undanfarin ár hefur verið siglt með hvalaafurðir með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japan og siglt um Norður-Íshafið. Eftir að sú siglingarleið varð fær er siglt upp með strönd Noregs, tekin olía í Noregi og farið norður fyrir Rússland um Norður-Íshafið, áleiðis til Osaka í Japan. Kristján kveðst aðspurður ekki eiga von á því að ófriðarástand hamli því að hægt verði að sigla þessa leið, en um alþjóðlega siglingaleið sé að ræða. Veður og vindar ráði því hins vegar hvort siglingaleiðin um íshafið sé yfirleitt fær. Margfalt styttra er að sigla með afurðirnar um Norður-Íshafið, en að fara suður fyrir, en norðurleiðin er einungis fær þegar ís lokar ekki siglingaleiðum.\r\n\r\nNú er unnið að frágangi og þrifum í Hvalstöðinni í Hvalfirði og er verið að búa hana undir veturinn. Næsta sumar geta veiðar svo hafist að nýju og kveðst Kristján vongóður um að þær hefjist í júní næstkomandi.",
  "innerBlocks": []
}
Kristján lætur vel af liðinni hvalvertíð - Skessuhorn