Fréttir
Það var góð þátttaka í upphituninni. Ljósm. vaks

Brekkósprettur var hlaupinn í morgun

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skólahlaup Brekkubæjarskóla á Akranesi, Brekkósprettur, fór fram í morgun og hófst upphitun fyrir framan íþróttahúsið við Vesturgötu klukkan níu. Í Brekkóspretti er hlaupinn hringur sem er upp Vesturgötu að Esjubraut, Esjubraut á Kalmansbraut, niður Kalmansbraut og Kirkjubraut að Merkigerði. Þar er hlaupið niður að Vesturgötu og að skóla. Hringurinn er um 2,2 kílómetrar að lengd og hlaupa og ganga nemendur eins marga hringi og hægt er í klukkutíma. Sumir hafa náð fjórum til fimm hringjum á þessum tíma sem verður að teljast mjög góður árangur.\r\n\r\nÁ helstu gatnamótum eru starfsmenn skólans til aðstoðar ef þörf krefur og þá aðstoðar lögreglan við að allt gangi snurðulaust fyrir sig.\r\n\r\n[gallery columns=\"2\" size=\"large\" ids=\"56650,56651,56652,56653\"]",
  "innerBlocks": []
}
Brekkósprettur var hlaupinn í morgun - Skessuhorn