
Einar Már að lokinni sýningu. Ljósm. gj.
Jörundur hefði þurft greiningu
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "<strong>Leikverkið „1809“ í Landnámssetri</strong>\r\n\r\nÞað var eins og almættið hefði tekið að sér leikhljóðin í Landnámssetrinu í Borgarnesi þegar Einar Már Guðmundsson rithöfundur steig þar á stokk síðastliðinn laugardag. Vindgnauðið passaði vel við sögur hans af merkismanninum Jörundi hundadagakonungi sem sigldi ótrauður um heimsins höf. Hann hét réttu nafni Jörgen Jörgensen og var danskur, en sigldi með Englendingum frá fjórtán ára aldri og varð fyrir sterkum áhrifum af enskri menningu. Þegar hann sneri aftur til Danmerkur 26 ára gamall var hann orðinn meira enskur en danskur. Inn í þetta fléttast svo stríð, umsátur Englendinga um Kaupmannahöfn og fleira sem varð til þess að honum varð ekki vært í Danmörku.\r\n\r\nHonum var þó treyst fyrir dönsku skipi, en grunsamlegt þótti hversu fljótt hann tapaði því í hendur Englendinga. Þó fékk hann að ganga laus og settist að í London þar til hann lagði upp í verslunarleiðangur til Íslands. Þar tók hann völdin um hundadagana árið 1809 og þaðan er heiti verksins komið. Nýja íslenska fánanum var flaggað; þrír hvítir þorskar á bláum fleti. Jörundur var hæstráðandi á Íslandi í átta vikur uns hann var settur af og fangelsaður. Löngu síðar endaði hann ævi sína í Tasmaníu, sextugur að aldri eftir ótrúlega viðburðaríka ævi.\r\n\r\nSagan er nokkuð flókin í frásögn Einars, enda margbrotin. Athygli vekur hversu mikið Jörundur lét eftir sig af skrifuðu efni, bæði skáldlegu og fræðilegu. Enda segir Einar að hann hafi verið bókmenntalegur karakter og skáldsögur hans hafi jafnvel verið nær sannleikanum en bækur sem hann skrifaði sem heimildarit. Það er ekki auðvelt að koma slíkri ævi fyrir í frásögn einnar kvöldstundar, en bæði fróðlegt og gott að rifja þessa atburði upp. Ljóst er að Jörundur hefði fengið ýmsar greiningar hefði hann verið uppi í dag, en hann setti mark sitt sannarlega á Íslandssöguna. Sögumaður kvöldsins segir að einungis tvær byltingar hafi farið fram í þessu landi, bylting Jörundar 1809 og búsáhaldabyltingin tvö hundruð árum síðar.\r\n\r\n ", "innerBlocks": [] }