
Jóhann fyrir utan Smáréttingar ehf. á Akursbraut 11a. Ljósm. vaks
Smáréttingar hafa opnað á Akranesi
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Smáréttingar ehf. er fyrirtæki sem stofnað var á Akranesi árið 2004 en hefur allt frá upphafi aðallega starfað á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að þjónusta bíleigendur með lagfæringum á smádældum og rispum á bifreiðum, fyrirhafnarlítið og án málunar, en býður einnig upp á alls konar lausnir í yfirborðsmeðhöndlun og vörn bifreiða. Eigandi og annar af stofnendum er Skagamaðurinn Jóhann Hafsteinn Hafsteinsson. Fyrir skemmstu tók hann þá ákvörðun að flytja starfsemina frá Kópavogi upp á Akranes.\r\n\r\nBlaðamaður Skessuhorn kíkti á Jóhann í síðustu viku á Akursbraut 11a þar sem hann leigir aðstöðu af Bílar og Dekk. Jóhann segir að Smáréttingar ehf. hafi verið frumkvöðlar í því að bjóða íslenskum bíleigendum upp á ódýrari og fljótlegri lausnir en áður höfðu þekkst í bílaréttingum. „Bílar eru oft á tíðum býsna berskjaldaðir í umhverfi sínu og verða fyrir allskonar skakkaföllum á lífsleiðinni. Íslensk veðrátta býður upp á allskonar áfokstjón, sandblástur og málningarúða. Að ekki sé minnst á sementsryk. Íþróttaiðkun er landlæg en iðkendur misgóðir í sportinu eins og gerist og gengur. Tjón eftir golfkúlur og aðra bolta eru algeng. Viðgerð á tjónum af völdum ástríðufullra áramótaskothríðar og fallandi flugeldaprika hefur alltaf verið árviss viðburður í rekstri Smáréttinga og grýlukerti og snjóhengjur sem mætt hafa örlögum sínum á bílum landsmanna á umhleypingasömum vetri eru þekkt. Bílastæðamenning landans í bland við sérhönnuð þrengsli, sístækkandi bíla og íslenska veðráttu svona yfirleitt, hefur þó alltaf vinninginn ef finna á stærsta orsakavaldinn þegar kemur að þessum hvimleiðu smátjónum.“\r\n\r\n<em>Lengra viðtal við Jóhann Hafstein er að finna í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.</em>", "innerBlocks": [] }