Fréttir
Klippt á borðann

Nýr stigabíll formlega afhentur

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar tók formlega á móti nýjum stigabíl á föstudaginn og fór afhendingin fram við slökkvistöðina á Akranesi að Kalmansvöllum 2. Bíllinn kemur frá þýska framleiðandanum Magirus, kostar rúmlega 90 milljónir og mun leysa af hólmi eldri bíl sem orðinn var úreltur. Nýi bíllinn er mun betur útbúinn en sá eldri, stiginn nær upp í 42 metra hæð og er með körfu sem ber fimm manns. Í körfunni er fjarstýranlegur vatnsmonitor, myndavél og ýmis annar búnaður til björgunar- og slökkvistarfa. Bíllinn er af Iveco gerð og í honum er rafstöð auk alls búnaðar sem nauðsynlegur þykir í dag. Umboðsaðili bílsins á Íslandi er Ólafur Gíslason &amp; Co hf - Eldvarnarmiðstöðin. Viðstaddir afhendinguna voru auk fulltrúa frá umboðsaðila og fulltrúum slökkviliðsins, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, bæjarstjórinn á Akranesi, bæjarfulltrúar og aðrir gestir.\r\n\r\nAð sögn Jens Heiðars Ragnarssonar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, er nýi bíllinn gríðarlega öflugt björgunartæki til slökkvi- og björgunarstarfa og á eftir að breyta miklu í því hvernig slökkviliðið getur komið að eldi og björgun. „Við fengum kennslu og fræðslu frá framleiðandanum sem var með okkur frá mánudegi til fimmtudags og prófuðum hann við ýmsar háar byggingar eins og blokkina inn við Sólmundarhöfða og á Stillholti við Krónuna. Bíllinn kom mjög vel út, er tæknilega vel útbúinn og nær yfir allar byggingar á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Það er mikill kostur að taka inn svona stóran stiga til að geta brugðist við eldi á svæði eins og til að mynda í Norðuráli og Elkem sem er á okkar starfssvæði,“ segir Jens Heiðar í samtali við Skessuhorn.\r\n\r\nJens Heiðar segir að lokum að samningur hafi verið gerður um smíði og afhendingu á nýjum dælubíl sem verði slökkviliðinu tilbúinn til afhendingar árið 2024.\r\n\r\n<em>Fleiri myndir eru í blaðinu sem kom út í morgun</em>",
  "innerBlocks": []
}
Nýr stigabíll formlega afhentur - Skessuhorn