Fréttir
Landsmót Samfés fer fram í Stykkishólmi í næsta mánuði. Ljósm. gj

Landsmót Samfés í Stykkishólmi

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Landsmót Samfés fer fram í Stykkishólmi dagana 7. til 9. október næstkomandi. Á mótinu koma saman ungmenni á aldrinum 13-16 ára frá félagsmiðstöðvum um allt land. Hver félagsmiðstöð getur skráð fjóra þátttakendur til leiks og er búist við að um 300-350 ungmenni sæki mótið í Stykkishólmi. Mótshaldara hverju sinni gefst tækifæri til að kynna sitt sveitarfélag fyrir ungmennum og þá þjónustu og afþreyingu sem þar er í boði.\r\n\r\nFram kemur á heimasíðu Stykkishólms að dagskrá Landsmóts Samfés sé þríþætt. Unnið er í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best. Smiðjurnar geta sem dæmi tengst bakstri, framkomu, ræðumennsku, FROLF, fréttamennsku, ratleik, ofbeldi, geðheilbrigði ungmenna, sjálfsstyrkingu og hreyfingu og lýðheilsu.\r\n\r\nLýðræðisleg vinnubrögð eru allsráðandi á Landsmóti Samfés en lokadagur mótsins er helgaður Landsþingi ungs fólks. Það er Ungmennaráð Samfés sem hefur veg og vanda af því að skipuleggja þennan viðburð. Á Landsþinginu fær ungt fólk tækifæri til að tjá sig um hin ýmsu málefni þeim hugleikin. Í kjölfar Landsþings tekur Ungmennaráð saman niðurstöður og sendir ályktanir á ráðuneyti, sveitarstjórnir, fjölmiðla og aðildarfélaga Samfés.\r\n\r\nÁ Landsmóti fer einnig fram lýðræðisleg kosning í Ungmennaráð Samfés. Alls er kosið í níu kjördæmum þar sem tveir fulltrúar eru kosnir úr níu kjördæmum, 18 fulltrúa til tveggja ára og níu fulltrúa til eins árs þannig að fulltrúar Ungmennaráðs Samfés séu 27. Kjörgengir til ungmennaráðs Samfés eru fulltrúar aðildarfélaga á aldrinum 13-16 ára.",
  "innerBlocks": []
}
Landsmót Samfés í Stykkishólmi - Skessuhorn