
Ari Jóhannesson ljóðskáld með nýútkomna ljóðabók sína, Dagsláttu.
Ari Jóhannesson gefur út ljóðabókina Dagsláttu
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Á dögunum kom út önnur ljóðabók Ara Jóhannessonar og ber hún heitið Dagslátta. Mál og Menning gefur bókina út. Fyrri ljóðabók hans, Öskudagar, kom út árið 2007 og hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Skessuhorn hitti Ara og spjallaði við hann um ljóðlistina og nýútkomna ljóðabók hans.\r\n\r\nAri starfar sem læknir á Landspítala og hefur gert það síðan 1998 en hann er sérfræðingur í lyflækningum og innkirtlasjúkdómum. Áður starfaði hann lengi sem læknir við sjúkrahúsið á Akranesi. Hann hefur um allmörg ár lagt stund á skáldskap meðfram aðalstarfi sínu. „Það var skömmu eftir síðustu aldamót sem ég fór að eiga við það af einhverri alvöru. Það var búið að blunda í mér nokkuð lengi að fást við ljóðagerð. Ég hafði töluverðan áhuga á ljóðum sem ungur maður í menntaskóla en lagði það allt saman á hilluna þegar ég fór í læknisfræðina. En svo fór þetta að vitja mín aftur þetta löngu seinna. Árið 2006 sendi ég ljóð í samkeppnina „Ljóðstafur Jóns úr Vör“, og fékk viðurkenningu, að vísu ekki ljóðstafinn en þetta hvatti mig til að birta meira og Öskudagar litu svo dagsins ljós 2007,“ segir Ari.\r\n\r\nBáðar ljóðabækur Ara eru þrískiptar en miðkafli beggja bókanna inniheldur það sem hann kallar læknisljóð, þ.e. ljóð sem hann yrkir út frá starfi sínu. En fyrsti kafli Dagsláttu heitir „Ljósop og litir“. „Þar er talsvert um landslag og náttúru; fólk í landslagi og ég í landslagi og þar er bæði fjallað um ytra landslag og innra landslag og það eru ekki endilega skörp skil þar á milli. Í þeim hluta eru þrjú ljóð sem sækja innblástur í Innstavog hérna skammt fyrir innan Akranes þar sem ég fer ríðandi um á veturna og geymi hesta mína á sumrin. Þá er eitt ljóðið helgað skógræktinni í Garðalundi og garðurinn heima fær líka ljóð.\r\n\r\nMiðkaflinn heitir „Á Vökuheiði“ og þar eru læknisljóðin sem Ari yrkir út frá starfi sínu. Ljóðin eru mörg hver í fyrstu persónu eintölu en Ari segir að það beri nú ekki að taka það allt of bókstaflega. Þó hafi hann upplifað flestar sviðsmyndirnar sem þar koma fyrir að einhverju leyti í gegnum árin. „Læknirinn í þessum ljóðum er stundum þreyttur og stundum fullur af orku, stundum ungur og stundum miðaldra.“ Hann getur verið kaldhæðinn, en aðspurður segir Ari ekki vera háð í ljóðunum, það sé alls ekki við hæfi en smáhúmor sleppur alveg. Loks eru þar fimm ljóð undir yfirheitinu „Í myndvarpa tímans“ sem sækja efnivið í gamla vinnustað höfundarins, Sjúkrahúsið á Akranesi.\r\n\r\nSíðasti kaflinn heitir „Þel“ og er nokkuð fjölbreyttur. „Í honum eru alls konar ljóð. Til dæmis ljóð um nettröll á páskum og ljóð um bráðfeigan ref í Hvalfirði svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ari.\r\n\r\nAðspurður segir Ari að ekki verði neitt útgáfuhóf vegna bókarinnar en segist nokkuð viss um að upplestur og kannski aðrir viðburðir tengdir bókinni líti dagsins ljós. Það sé þó allt enn óplanað.", "innerBlocks": [] }