Fréttir
Bifröst.

Háskólinn á Bifröst hlýtur 64 milljóna króna styrk

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Háskólinn á Bifröst er aðili að nýju alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem heitir IN SITU en það er verkefni sem er styrkt af Horizon, sjóði framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins.\r\n\r\nSamstarfsaðilar Háskólans á Bifröst á Íslandi í IN SITU eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Breið þróunarfélag en að verkefninu koma í heild sinni 13 samstarfsaðilar frá 12 löndum. Heildarstyrkur þess nemur samtals 555 milljónum króna og hlaut Háskólinn á Bifröst styrk upp á 64 milljónir. Erna Kaaber, sérfræðingur í menningarstefnu, leiðir verkefnið af hálfu Háskólans á Bifröst ásamt dr. Vífli Karlssyni, prófessor og Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, fagstjóra skapandi greina við Háskólann.\r\n\r\nÞátttaka í verkefninu gerir Háskólanum á Bifröst kleift að stunda rannsóknir á staðbundnu samhengi menningar og skapandi greina, stefnumótun og áhrifum nýsköpunar í dreifbýli ásamt uppbyggingu á alþjóðlegu tengslaneti. Rannsóknir á vegum verkefnisins fara fram á tilraunasvæðum í sex Evrópulöndum sem eru: Portúgal, Finnland, Lettland, Króatía, Írland og Ísland.\r\n\r\nKjarni rannsóknarinnar á Íslandi felst í að koma upp tilraunastofu á Vesturlandi þar sem unnið verður með einstaklingum og fyrirtækjum í skapandi greinum og skoðað hvernig styrkja megi starfsgrundvöll þeirra til framtíðar litið",
  "innerBlocks": []
}
Háskólinn á Bifröst hlýtur 64 milljóna króna styrk - Skessuhorn