Fréttir

Fyrstu hausttónleikar Kalmans listafélags

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Söngur farfuglanna er er yfirskrift fyrstu tónleika haustsins hjá Kalman listafélagi sem haldnir verða í Vinaminni á Akranesi nk. fimmtudagskvöld klukkan 20. Fram kemur sérlega efnileg ung sópransöngkona, Bryndís Guðjónsdóttir, ásamt flautuleikaranum Pamela De Sensi og Guðríði St. Sigurðardóttur píanóleikara. Þar flytja þær fágaða og spennandi efnisskrá fyrir sópran, flautu og píanó eftir 19. og 20. aldar tónskáld þar sem m.a. ástríðufullir hljómar eftir Ciardi, Donizetti, Alybyev og Rodrigo blandast saman við rómantíska og fágaða hljóma franskra tónskálda og skapa skemmtilegar andstæður. Miðaverð er kr. 3000 en kr. 2500 fyrir félaga í Kalman listafélagi.\r\n\r\nNæstu Kalman tónleikar haustsins verða svo síðustu fimmtudagana í október og nóvember, þann 27. október og 24. nóvember og hefjast kl. 20. Á októbertónleikunum kemur fram dúóið frábæra Hundur í óskilum með þeim félögum Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen.\r\n\r\n<strong>Nánar um flytjendur:</strong>\r\n\r\n<strong>Bryndís Guðjónsdóttir</strong> hóf söngnám árið 2009 í Tónlistarskóla Kópavogs hjá Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og lauk framhaldsprófi 2015. Þaðan lá leiðin í Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði hjá Þóru EinarsdóJur, Kristni Sigmunds syni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Bryndís útskrifaðist með bæði Bakkalár og Meistaragráðu í Opera and Musicaltheater frá Mozarteum tónlistarháskólanum í Salzburg þar sem hún lærði hjá hjá Michèle Crider, Gernot Sahler og Alexander von Pfeil. Árið 2018 var Bryndís meðal sigurvegara keppninnar Ungir einleikarar og söng í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daniel Raiskin. Það sama ár bar hún sigur úr býtum í Duschek keppninni í Prag og söng einnig sem sólisB í Gasteig í München undir stjórn Hansjörg Albrecht. Árið 2019 söng Bryndís með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 9 Sinfónínu Beethoven undir stjórn Daniel Raiskin og einnig Folk songs eHir Berio undir stjórn Micahelangelo Galeati í Santa Cecilia í Róm, Salnum í Kópavogi og í Hörpu. Bryndís hefur komið fram á Kúnstpásu og í Aríu dagsins á vegum Íslensku Óperunnar og söng sem sólóisti með Sinfóníhljómsveit Íslands á jólatónleikum þeirra í desember 2021 undir stjórn Evu Ollikainen Árið 2021 hlaut Bryndís fyrsta sætið í Riccardo Zandonai keppni á Garda, Ítalíu og söng í undanúrslitum í bæði Neue Stimmen, Belvedere og Vinjas sönkeppnunum.\r\n\r\nÁrið 2022 söng Bryndís sópran sólóið í Carmina Burana eftir C. Orff í Liederhalle Stuttgart undir stjórn Heiko Mathias Förster með Prague Royal Philharmonic og einnig í Norðurljósum í Hörpu undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur í Norðurljósum í Maí. Árið 2022 söng hún einnig í Litháen Stabat Mater eftir Pergolesi Nulla in Mundo RV.630 eftir Vivaldi me ð Kammerhljómsveit ríkisleikhússins í Panevėžys undir stjórn Christian Frattima.\r\n\r\n<strong>Pamela De Sensi </strong>tók einleikarapróf á flautu frá Conservatorio G. Perosi á Ítalíu 1998, lauk \"Perfection Flutistic\" frá \"Accademia di Musica Fiesole\" í Florens árið 2000 og útskrifaðist frá \"Conservatorio Superiore di S. Cecilia\" í Róm árið 2002 með meistaragráðu í kammertónlist með hæstu einkunn. Einnig hefur hún sótt tíma hjá heimskunnum flautuleikurum s.s. C. Klemm, M. Ziegler, F. Reengli, T. Wye, M. Larrieu og J. Galway.\r\n\r\nPamela hefur komið fram á tónleikum víðsvegar, bæði sem einleikari sem og í kammertónlist og má þar nefna Frakklandi, Spáni, Englandi, Kasakstan, Mexíkó, Íslandi, Færeyjum, Finnlandi, í Bandaríkjunum og víðsvegar á Ítalíu, ásamt því að koma reglulega fram hér á Íslandi þar sem hún hefur búið frá árinu 2003., m.a. á tónlistarhátíðunum Myrkum músíkdögum, Tibrá í Salnum, Norrænum músíkdögum, Sumartónleikum í Skálholtskirkju, Menningarnótt, Tectonics, 15:15 tónleikaröðinni og Listahátíð í Reykjavík.\r\n\r\nÁrið 2009 var Pamelu boðið að halda tónleika á alþjóðlegri ráðstefnu The NaBonal Flute AssociaBon í New York og International Flute Festival Flautissimo í Róm árið 2010, 2012 og 2015, International Low Flute Festival í Washington 2018 þar sem hún flutti íslenska tónlist við góðan orðstír. Pamela hefur spilað á nýju plötu Bjarkar UTOPIA.\r\n\r\n<strong>Guðríður St. Sigurðardóttir </strong>hefur verið virk í tónlistarflutningi hér heima og erlendis í nærri fjóra áratugi. Hún hefur komið fram sem píanóleikari með ýmsum hljóðfæraleikurum, söngvurum og kórum og leikið með völmörgum tónlistarhópum og hljómsveitum. Guðríður hefur nokkrum sinnum verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá hefur hún komið fram á vegum Tíbrár í Kópavogi, Listahátíðar í Reykjavík, Tónlistarfélagsins í Reykjavík, Kammersveitar Reykjavíkur og Kammermúsíkklúbbsins. Erlendis hefur Guðríður leikið á tónleikum í Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss og á öllum Norðurlöndum. Þá hefur hún gert upptökur fyrir útvarp, sjónvarp og geisladiska.\r\n\r\nGuðríður lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978. Framhaldsnám stundaði hún við háskólann í Michigan í Ann Arbor og hlaut mastersgráðu í píanóleik árið 1980. Sama ár voru henni veitt 1. verðlaun í píanókeppni á vegum Ann Arbor Society for Musical Arts. Síðar sótti Guðríður einkatíma í píanóleik í Köln í Þýskalandi. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum námskeiðum m.a. hjá Einar Steen-Nökleberg, Pierre Sancan, John Browning, Dalton Baldwin og Erik Werba. Guðríður hefur komið að skipulagningu ýmissa tónlistarviðburða og lauk MBA námi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands vorið 2007. Jafnframt tónleikahaldi kennir Guðríður píanóleik við Tónlistarskóla Kópavogs, er meðleikari strengja- og blásaranemenda og deildarstjóri píanódeildarinnar.\r\n\r\n<em>-fréttatilkynning</em>",
  "innerBlocks": []
}
Fyrstu hausttónleikar Kalmans listafélags - Skessuhorn