Fréttir

Sveitarfélagið hyggst selja Hamarshúsið

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Fyrir fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í síðustu viku lá erindi frá Guðmundi Eyþórssyni og Ingimundi Ingimundarsyni þar sem boðuð var stofnun Hollvinasamataka um Hamarshúsið í Borgarnesi. Spurðu þeir sveitarstjórn í bréfinu hvort hún sæi annmarka á að stofna hollvinasamtökin. Slík varð reyndar raunin, samtökin stofnuð á formlegum fundi þar sem manns tóku þátt og kusu sér stjórn. Sama dag og stofnfundur hollvinasamtaka hússins var haldinn fundaði einnig byggðarráð sem kvaðst í bókun sinni fagna frjálsum félagasamtökum sem stofnuð væru til góðra verka. Erindinu var engu að síður svarað með óbeinni neitun, en byggðarráð bókaði:\r\n\r\n„Golfklúbbur Borgarness er með gildan leigusamning um húsnæðið sem um ræðir. Engir fjármunir hafa verið settir í viðhald húsnæðisins undanfarin ár og ekki er fyrirsjáanlegt að til staðar séu fjármunir til þess að leggja háar fjárhæðir í viðhald eða endurbætur húsnæðisins í ljósi viðhaldsþarfar annars húsnæðis sem tengist kjarnastarfsemi sveitarfélagins. Byggðarráð mun auglýsa húsnæðið til sölu áhugasömum að leigutíma loknum.“ Samkvæmt heimildum Skessuhorns rennur núverandi leigusamningur við Golfklúbb Borgarness um Hamarshúsið út árið 2028.",
  "innerBlocks": []
}
Sveitarfélagið hyggst selja Hamarshúsið - Skessuhorn