
Ný stjórn FKA á Vesturlandi.
Ný stjórn FKA á Vesturlandi
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Aðalfundur Vesturlandsdeildar Félags kvenna í atvinnulífinu var haldinn 22. september hjá Ingibjörgu fráfarandi stjórnarkonu sem á og rekur Ritara.is við Kirkjubraut á Akranesi. Einnig var hlekkur sendur á félagsmenn í deildinni svo að konur nær og fjær gætu tekið þátt þrátt fyrir að geta ekki mætt í eigin persónu. Anna stjórnarkona og samskiptatengill var með á fundinum í gegnum Zoom frá Hallormsstað og Björg ritari og bæjarstjóri í Grundarfirði, mætti einnig á skjáinn þá stödd í Hays í Kansas.\r\n\r\n<strong>Ný stjórn tekur við keflinu</strong>\r\n\r\nKonur á Vesturlandi voru hvattar til að bjóða sig fram til stjórnarstarfa í deildinni þar sem núverandi stjórnarkonur gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. „Það eru spennandi tímar að taka við og flottur hópur mun setja mark sitt á starfið framundan. Stjórnarseta og félagsstarf er góð leið til að kynnast skemmtilegum konum og efla tengslanetið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Í nýju stjórninni eru: Stephanie Nindel, Tinna Grímarsdóttir, Michell Bird, Rut Ragnarsdóttir og Rúna Björg Sigurðardóttir. Í fráfarandi stjórn voru þær Sandra Margrét Sigurjónsdóttir á Akranesi formaður, Björg Ágústsdóttir í Grundarfirði ritari, Anna Melsteð í Stykkishólmi var samskiptatengill, Dagný Halldórsdóttir á Akranesi gjaldkeri og Ingibjörg Valdimarsdóttir á Akranesi var meðstjórnandi.\r\n\r\n„Félag kvenna í atvinnulífinu þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir störf sín í þágu félagsins og mikilvægt innlegg í dagskrá félagsins og í deildinni á krefjandi tímum á meðan heimsfaraldur geisaði,“ segir í tilkyninningu.\r\n\r\n<strong>Skýrsla stjórnar FKA á aðalfundi</strong>\r\n\r\n„FKA Vesturland er vettvangur fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi til að efla tengslanet sitt og styrkja hverjar aðra. Markmið nefndarinnar er að stuðla að samheldni og samvinnu kvenna og vera hreyfiafl fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi. Starf nefndarinnar hófst 2018 og hefur stjórnin tekið einhverjum breytingum á þessum fjórum árum en þó má segja að ákveðinn kjarni sé búinn að vera í stjórninni allan þennan tíma. Nú er komið að vatnaskilum og sitjandi stjórn óskar ekki eftir að vera áfram þó við séum allar boðnar og búnar að aðstoða þær sem taka við keflinu og vera virkir þátttakendur í starfi deildarinnar áfram. Það má segja að Covid hafi litað starfsemina síðustu árin en þrátt fyrir þær áskoranir höfum við staðið fyrir bæði viðburðum á netinu og líka í raunheimum. Stjórn FKA Vesturland þakkar fyrir sig og óskar nýrri stjórn velfarnaðar í störfum sínum.“\r\n\r\n[caption id=\"attachment_56507\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-56507 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/09/Ny-stjorn-FKA-a-Vesturlandi_2.jpg-600x518.jpeg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"518\" /> Fráfarandi stjórn á aðalfundinum, staddar á Akranesi, Kansas og í Hallormsstaðarskógi.[/caption]", "innerBlocks": [] }