Fréttir
Guðjón Þórðarson fráfarandi þjálfari Víkings. Ljósm. af

Guðjón Þórðarson ekki áfram hjá Víkingi Ólafsvík

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Guðjón Þórðarson um áframhaldandi samstarf og mun Guðjón því ekki halda áfram sem þjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í hádeginu.\r\n\r\n„Guðjón hefur í tvígang tekið við liðinu á erfiðum tímapunkti og unnið ákaflega gott starf í þágu félagsins. Þekking hans og kunnátta sem einn af allra reynslumestu þjálfurum landsins hefur nýst félaginu vel og erum við Guðjóni þakklátir fyrir gott og ánægjulegt samstarf á undanförnum árum. Við óskum honum að sama skapi góðs gengis í þeim verkefnum sem hann mun taka að sér í framtíðinni. Stjórn Víkings Ó. mun á næstu vikum fara í það að ráða nýjan þjálfara og hefja formlegan undirbúning fyrir næsta keppnistímabil. Takk fyrir allt Guðjón!“\r\n\r\nGuðjón sagði í spjalli við Skessuhorn í lok síðustu viku spurður hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins að það hefði enn ekkert verið rætt um það. „Ég veit ekkert hvað verður. Ég hef áhuga á að starfa áfram í fótboltanum en það hefur enginn hjá Víkingi rætt við mig um framhaldið. Samningurinn minn rennur út um næstu mánaðamót þannig að ég er bara að leita mér að vinnu og er að skoða hvað er í boði.“",
  "innerBlocks": []
}
Guðjón Þórðarson ekki áfram hjá Víkingi Ólafsvík - Skessuhorn