Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi á laugardagskvöld
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á laugardagskvöldið. Er viðvörun í gildi fyrir mestallt landið. Á spásvæðinu Faxaflóa verður suðvestan 15-23 m/s og vindhviður víða yfir 30 m/s frá því um klukkan 21 og til morguns. Á Breiðafjarðarsvæðinu er varað við veðri frá klukkan 18 á laugardag og til sunnudagsmorguns. Þar verður einnig suðvestan 15-23 m/s og vindhviður geta víða farið yfir 30 m/s. Rokinu fylgir talsverð úrkoma.\r\n\r\nVið þessar aðstæður verður varasamt að vera á ferð á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum eins og garðhúsgögnum og trampólínum.",
"innerBlocks": []
}