Fréttir
Frá vinstri: Páll Brynjarsson, Lárus Ástmar Hannesson, Halldór Jónsson, Eggert Kjartansson, Finnbogi Leifsson og Guðveig Eyglóardóttir.

Hlutu heiðursviðurkenningu fyrir langa setu í sveitarstjórnum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem lauk í gær, voru nokkrir sveitarstjórnarfulltrúar heiðraðir fyrir langa setu í sveitarstjórnum. Fjórir fengu viðurkenninguna í ár en það voru þeir Finnbogi Leifsson, sem setið hefur í sveitarstjórn samfleytt í 37 ár, síðari hluta þess tíma fyrir Borgarbyggð. Halldór Jónsson hefur starfað í sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps í 20 ár en þar hefur Eggert Kjartansson einnig setið í 24 ár og hlutu þeir því báðir viðurkenningu fyrir störf sín. Lárus Ástmar Hannesson hlaut svo viðurkenningu fyrir störf sín í sveitarstjórn Stykkishólmsbæjar sl. 16 ár. Voru það Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Guðveig Eyglóardóttir formaður stjórnar SSV, sem afhentu heiðursviðurkenningarnar.",
  "innerBlocks": []
}
Hlutu heiðursviðurkenningu fyrir langa setu í sveitarstjórnum - Skessuhorn