Samheldinn hópur býður sig fram til forystu ASÍ

Nú hefur hópur forystufólks í verkalýðshreyfingunni boðað framboð til forystu í Alþýðusambandi Íslands á ársþingi sambandsins sem fram fer 10.-12. október nk. Æðsta vald í málefnum ASÍ er í höndum ársþinga hverju sinni, sem haldin eru á tveggja ára fresti. Hvert aðildarfélag á rétt á að senda a.m.k. einn fulltrúa á þing sambandsins en þar eiga um þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu seturétt og móta heildarsamtökunum stefnu og starfsáætlun, ásamt því að velja samtökunum forystu.

Ný forysta ASÍ verður kosin á þessu ársþingi. Síðla sumars sagði Drífa Snædal af sér embætti forseti ASÍ og sagði ástæðuna vera árásir frá og ágreining við annað forystufólk innan hreyfingarinnar. Við brottfall hennar tók 11. ágúst síðastliðinn tók Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, tímabundið við starfinu og gegnir því fram að þinginu í október. Djúpstæður klofningur hefur verið um fólk og stefnur innan ASÍ og viðbúið að þingið í haust verði átakasamt, ekki síst í ljósi þess að framundan eru kjarasamningar á hinum almenna markaði. Nú liggur fyrir að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR boðar framboð til forseta ASÍ, en ekki liggur fyrir hvort hann fái mótframboð.  Kristján Þórður gefur kost á sér í embætti 1. varaforseti, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í embætti 2. varaforseta og Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og formaður Starfsgreinasambandsins býður sig fram í starf 3. varaforseta.

Vilhjálmur kveðst fagna þessum framboðum öllum, en nýverið skrifaði hann á FB: „Ég tel ef þetta forsetateymi nái kjöri þá verði það afar öflugt og forsetateymið mun klárlega reyna allt til að standa undir nafni þar sem hagsmunir félagsmanna ASÍ verða hafðir að leiðarljósi,“ skrifaði Vilhjálmur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira