Fréttir

Hyggja á byggingu nýs leikskála í Ölveri

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Sumarbúðirnar Ölver eru staðsettar við rætur Hafnarfjalls og hafa verið starfræktar frá því um miðja síðustu öld. Þar er hver dagur nýtt ævintýri, sambland af ómissandi hefðum, nýjum leikjum og uppákomum. Í starfinu er unnið með gildi Biblíunnar, mikið sungið og boðið upp á hollan og góðan heimalagaðan mat. Nýlokið er vel heppnuðu sumri í Ölveri þar sem boðið var upp á hina ýmsu leikjaflokka fyrir stelpur á aldrinum 7-15 ára og má þar nefna flokka eins og Ævintýraflokk, Krílaflokk, Listaflokk og flokkinn Stelpur í stuði sem er sérstaklega ætlaður stelpum á aldrinum 11-13 ára sem eru með ADHD og aðrar skyldar raskanir. Þá var í þriðja skiptið haldið leikjanámskeið í lok sumars fyrir stelpur og stráka á aldrinum sex til níu ára sem búsett eru á Akranesi, í Borgarnesi og nánasta umhverfi en vantað hefur svona námskeið fyrir krakka rétt fyrir skólabyrjun. Alls voru um 450 stelpur sem komu í Ölver í sumar og komust færri að en vildu og þá voru 30 krakkar á leikjanámskeiðinu.\r\n\r\n<em>Lesa má nánar um málið í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.</em>",
  "innerBlocks": []
}
Hyggja á byggingu nýs leikskála í Ölveri - Skessuhorn