Fréttir
Stefán Már Sturluson byggir tvö hús í Stöðulsholti en hann segir það hafa verið draum í mörg ár að byggja í götunni.

Fjögur einbýlishús rísa í sömu götu í Borgarnesi

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Nokkrar skipulagðar lóðir hafa staðið auðar í götunni Stöðulsholti í Borgarnesi í sautján ár, en nú rísa þar fjögur hús á samliggjandi lóðum. Byggingaraðilar eru annars vegar Tekta sem byggir nú tvö 150 fermetra einbýlishús í götunni en einnig hefur slíkt hús nú þegar risið á vegum fyrirtækisins á Hvanneyri. Húsin hafa öll verið auglýst til sölu. Húsin sem rísa ofar í götunni byggir Stefán Már Sturluson en hann reisir tvö hús sem eru 170 fermetrar hvort. ,,Ég er búin að horfa á þessa sökkla í mörg ár og langað til að byggja þetta og nú varð loksins af því. Ég fór í þetta verkefni með Sparhúsum en þetta er búinn að vera draumur í mörg ár. Maður er að reyna að gefa eitthvað til baka til heimabyggðar. Húsin eru komin á sölu og lítur allt út fyrir að þau séu bæði seld,“ segir Stefán í samtali við Skessuhorn.\r\n\r\n&nbsp;\r\n\r\n[caption id=\"attachment_56457\" align=\"aligncenter\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-56457 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/09/Fjogur-einbylishus-risa-i-somu-gotu-i-Borgarnesi_2-600x450.jpg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"450\" /> Tekta byggir tvö eins hús í götunni og það þriðja á Hvanneyri.[/caption]",
  "innerBlocks": []
}
Fjögur einbýlishús rísa í sömu götu í Borgarnesi - Skessuhorn