Fréttir

Byggðasafn Dalamanna lokað í hartnær þrjú ár

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Fyrir tæpum tveimur árum hóf Dalabyggð viðræður við ríkið um að færa Byggðasafn sitt frá Laugum í Sælingsdal að Staðarfelli á Fellsströnd. Kristján Sturluson, þáverandi sveitarstjóri, sendi bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem þá var, í febrúar 2021 þess efnis að húsnæði byggðasafnsins á Laugum væri úr sér gengið. Þar væri hætta á vatnstjóni vegna gamalla lagna og mögulegra flóða vegna leysingavatns og sé það óviðunandi áhætta með tilliti til varðveislu safnmuna. Safnið hefur verið lokað í rúm tvö og hálft ár og safnmunir staðið óhreyfðir í kjallara í húsnæði gamla Laugarskóla en þar hefur safnið verið frá því það var opnað 1979.  Safnmunirnir skipta hundruðum og eru margir hverjir einstakir. Vatnslagnir eru í lofti kjallarans og þar hefur orðið vatnstjón þegar lagnir hafa gefið sig. Þau tjón hafa þó verið minniháttar sem betur fer en í safninu eru til að mynda einstök textílverk og munir sem ómögulegt væri að bæta.\r\n\r\n<em>Lesa má nánar um málið í nýjasta tölublaði Skessuhorns.</em>",
  "innerBlocks": []
}
Byggðasafn Dalamanna lokað í hartnær þrjú ár - Skessuhorn