2. október 2021
Smábátafélagið Elding starfar á norðanverðum Vestfjörðum. Á aðafundi félagsins nýverið var samþykkt ályktun þess efnis að krefjast þess að öll reiknilíkön sem Hafrannsóknastofnun notar til ákvörðunar um ráðleggingu um heildarafla, verði rannsökuð af óháðri nefnd sem í muni sitja fiskifræðingar sem ekki starfa hjá Hafró og síðan sjómenn sem stunda alls kona fiskveiðar við Íslandsstrendur. BB.is greinir frá þessu, en í ályktun Eldingar segir einnig: „Ljóst má vera að það er himinn og haf á milli upplifunar sjómanna til dæmis á stöðu þorskstofnins og það sem Hafró leggur til að megi veiða.“