2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Fréttir21.09.2022 11:01

Tíu ára raunaganga eftir bílveltu á Vatnaleið

08.02.2023 09:01

Afmælisblað í stóru upplagi í næstu viku

Lesa meira

08.02.2023 08:02

Lífið er núna dagurinn á morgun, 9. febrúar

Lesa meira

08.02.2023 06:01

Segir ömurlegt að þurfa að ströggla við að leita réttar síns

Lesa meira

07.02.2023 15:38

Sigrún fórnar hárinu síðdegis á morgun safnist milljón

Lesa meira

07.02.2023 15:02

Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar

Lesa meira

07.02.2023 14:04

Níu manna sérfræðihópur til hjálparstarfs í Tyrklandi

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Rætt við Ármann Frey Hjelm farþega um örlagaríka ferð tveggja félaga Fyrir tíu árum birtist í Skessuhorni þessi frétt: „Um tíuleytið sl. mánudagskvöld varð bílvelta á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Tveir menn voru í bílnum og voru tveir sjúkrabílar sendir á staðinn. Mennirnir voru fyrst fluttir á heilsugæslustöðina í Stykkishólmi en þaðan með sjúkrabíl á Landspítalann í Reykjavík. Vindhraði var mjög mikill þegar slysið átti sér stað, eða um 30 metrar á sekúndu. Bíllinn er gjörónýtur.“ Ármann Freyr Hjelm var farþegi í bílnum þetta örlagaríka kvöld. Hann var ekki í bílbelti og slasaðist töluvert þar sem hann kastaðist út úr bílnum og missti meðvitund í nokkurn tíma. Hann þurfti að dvelja í sex daga á gjörgæslu og þá tók við löng og ströng endurhæfing, andleg og líkamleg, en Ármann varð ekki vinnufær aftur fyrr en fimm árum eftir slysið. „Þá fattaði ég að ég var ekki í belti“ Þriðja september 2012 tekur Ármann, að sögn, hvatvísa ákvörðun. Vinur hans var að halda partý í bústað rétt utan við Stykkishólm og ákveður Ármann á síðustu stundu að fara þangað. Hann hringdi í kunningja sinn sem var á bíl og var til í að skutlast með honum vestur. Þeir lögðu tveir af stað saman úr Reykjavík um kvöldmatarleytið og gekk ferðalagið vel framan af. Báðir voru þeir í góðu skapi og bílferðin skemmtileg. Þegar félagarnir beygja inn á Vatnaleiðina við Vegamót finnur Ármann fyrir þreytu og ákveður að leggja sig. „Ég var orðinn frekar syfjaður og ákvað að leggja mig. Félagi minn var í ágætismálum og treysti sér til að keyra áfram svo ég lagði mig. Ég vakna svo upp við að hann var búinn að missa bílinn út af veginum hægra megin og var að keyra niður stikurnar,“ segir Ármann en hann lítur þá á félaga sinn sem er sofandi. Því næst lítur hann, að eigin sögn, á hraðamælinn sem sýnir 120 km/klst. „Þá fattaði ég að ég var ekki í belti og það var einhvern vegin engin leið til að koma í veg fyrir bílveltuna þannig að ég greip í handfangið fyrir ofan mig og bjó mig bara undir að deyja,“ segir Ármann en hann kastast út úr bílnum og missir meðvitund. Þegar hann rankar við sér er félagi hans að reyna að tala til hans og hjálpar honum á fætur. „Hann grípur í vinstri höndina á mér og ætlar að toga mig á fætur en þá finn ég fyrir nístandi sársauka því vinstri höndin var brotin við öxl.“ Ármann kemst svo á fætur og þeir félagar ganga upp að veginum þar sem bíll ekur fram á þá og ökumaðurinn kemur þeim til aðstoðar. Lesa má viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.