Fréttir
Fræ af birki tilbúið til að tína það. Ljósm. mm.

Söfnun og sáning á birkifræi hefst í vikunni

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi er árlegt samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Skógræktarinnar sem hófst árið 2020. Fræsöfnun hefst með formlegum hætti á morgun, fimmtudaginn 22. september. „Mikið fræ er nú á birki víða um land og alls staðar er eitthvað hægt að finna. Mest er þó af fræi þetta árið á Norður-, Austur- og Suðausturlandi,“ segir í tilkynningu frá hlutaðeigandi en að baki verkefninu stendur öflugur samstarfshópur fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka ásamt stofnununum tveimur. Nú í haust verður enn efnt til söfnunar og sáningar á birkifræi. Til þess að vel takist til er þátttaka almennings lykilatriði. Nú hafa stjórnvöld sett sér það markmið að við lok ársins 2030 hafi heildarútbreiðsla birkis náð 5% af flatarmáli landsins sem er ríflega þreföldun á núverandi útbreiðslu. Þetta er liður í alþjóðlegu átaki, svokallaðri Bonn-áskorun, um aukna útbreiðslu skóga í þágu náttúrunnar og samfélaga fólks.\r\n\r\nVerkefnið Söfnun og sáning á birkifræi hefur ekki eingöngu það markmið að efla útbreiðslu birkis. Reynslan hefur sýnt að þátttaka almennings og skilningur á mikilvægi landbótaaðgerða er lykillinn að árangri. Verkefnið gefur almenningi færi á að leggja sitt af mörkum til landbótastarfs og stuðlar þannig að auknum skilningi á mikilvægi landbótastarfs í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.\r\n\r\nÍtarlegar upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðunni birkiskogur.is, meðal annars leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að við bæði söfnun á birkifræi og sáningu. Tekið er á móti fræjum í öllum verslunum Bónus og Olís.",
  "innerBlocks": []
}
Söfnun og sáning á birkifræi hefst í vikunni - Skessuhorn