Fréttir
Á annað hundrað manns sóttu fundinn í Borgarnesi á mánudagskvöldið. Ljósm. mm

Margir áhugasamir um áform vindorkufyrirtækja

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Síðastliðið mánudagskvöld var boðað til kynningarfundar í Hjálmakletti í Borgarnesi um stöðu fyrirtækja sem vilja reisa vindorkugarða á Vesturlandi. Fundurinn var sá fyrsti af þremur sem boðaðir höfðu verið, en annar fundurinn var í gærkvöldi á Akranesi og sá þriðji og síðasti verður í Dalabúð í Búðardal annað kvöld, fimmtudaginn 22. september. Það eru óformleg samtök vindorkuframleiðenda sem boðuðu til fundanna, en þau nefna sig Vestanátt og hafa til umfjöllunar vindorku og orkutengda atvinnuuppbyggingu á Vesturlandi. Fyrirkomulag fundarins í Borgarnesi var með þeim hætti að fyrst hélt Vilhjálmur Egilsson starfsmaður Vestanáttar erindi þar sem hann fjallaði m.a. um alþjóðlega þróun í loftslags- og orkumálum og nauðsyn þess að við Íslendingar virkjum meira til að ná markmiði um kolefnishlutleysi árið 2040. Þá stigu á stokk forsvarsmenn fjögurra fyrirtækja sem eru hvert fyrir sig misjafnlega vel á veg komin með að sækja um leyfi til að reisa vindorkuver í landshlutanum. Þetta eru fyrirtækin EM orka, Qair, Zephyr Ísland og Grjótháls. Loks er Norðurál þátttakandi í Vestanátt, sem mögulegur kaupandi að orku frá fyrirtækjunum. Sigrún Helgadóttir forstjóri Norðuráls á Grundartanga kynnti fyrirtækið á fundinum. Óhætt er að segja að fundarefnið hafi vakið forvitni margra. Á annað hundrað manns mættu á fundinn í Borgarnesi. Flestir komu til að kynna sér viðfangsefnið en í röðum gesta voru vissulega margir nágrannar væntanlegra vindorkugarða sem lýst hafa andstöðu við að þeir verði reistir.\r\n\r\n<strong>„Verst að gera ekkert“</strong>\r\n\r\nVilhjálmur Egilsson er nú starfsmaður Vestanáttar, félagsskapar vindorkufyrirtækjanna sem tengjast Vesturlandi. Hann er eins og lesendur þekkja m.a. fyrrverandi alþingismaður, rektor á Bifröst og formaður opinberrar nefndar sem skrifaði grænbók um orku komandi ára. Lýsti Vilhjálmur í erindi sínu þeim skriðþunga og markmiði af hálfu atvinnulífs og stjórnvalda á heimsvísu að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Hér á landi setja stjórnvöld reyndar markið enn hærra og vilja ná þeim áfanga fyrir árið 2040. En til þess að það verði gerlegt þarf að ríflega tvöfalda orkuframleiðslu innanlands. Framleiddar eru nú tæplega 20 þúsund gígawattstundir á ári, en það þarf að aukast um 24 þúsund gígawattstundir til að fullum orkuskiptum verði náð fyrir árið 2040. Til að það markmið náist horfa menn einkum til beislunar vindorku hér á landi, en núverandi orkuframleiðsla er einkum með fallvatnsvirkjunum og með beislun jarðhita. „Við þurfum að stórauka fjárfestingu í orku á næstu árum. Þar verður einfaldlega að gefa hraustlega í. Mesta áhættan liggur í að gera ekkert en slíkt kallar á aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Það er einmitt stærsta ógnin, að mati forystumanna fyrirtækja á heimsvísu, að orkuskiptin gangi ekki nógu hratt. Enn er verið að framleiða orku með brennslu á kolum og gasi,“ sagði Vilhjálmur og sýndi á glærum tölulegar upplýsingar þar að lútandi. Sagði hann Kínverja nú vera í fararbroddi að ná niður kostnaði við tækni sem beislar orku með sólarrafhlöðum og með vindorku. Sagði hann jafnframt ótækt að ríki flytji losunarheimildir úr landi og kaupi sér þar með syndaaflausn til að halda áfram mengandi starfsemi heima fyrir. „Við eigum ekki að flytja orkuna okkar úr landi og þar með störf,“ sagði Vilhjálmur og beindi talinu sérstaklega að áliðnaði hér á landi. „Ál er framtíðar málmur í heiminum. Sá málmur hefur ýmsa kosti, ekki síst að hátt hlutfall áls er endurunnið, en einnig léttir ál öll farartæki, hefur góða rafleiðni og hefur fjölmarga aðra kosti umfram aðra málma.“\r\n\r\n<strong>Þurfum að tvöfalda orkuöflun fyrir 2040</strong>\r\n\r\nBenti Vilhjálmur á að framþróun í íslensku atvinnulífi felist í að hafa aðgang að nægri orku. Ísland eigi þar mikla möguleika en landið er nú í tíunda sæti á heimsvísu þegar kemur að orkuumbreytingu. „En til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 þarf Ísland að ríflega tvöfalda orkuframleiðslu sína. Við þurfum að ná árangri til að kolefnisjafna flugið, fiskiskipaflotann, samgöngur á landi og almennt að grípa til allra aðgerða þannig að við getum mætt þörfinni fyrir auknum útflutningi,“ sagði Vilhjálmur og tók fram að þar væri ferðaþjónustan með talin. „Lífskjör okkar Íslendinga byggjast á útflutningi. Hvar viljum við vera árið 2040? Viljum við vera í hópi leiðandi þjóða í orkuskiptum, eða bara sjá til? Við eigum nú enn langt í land miðað við áætlanir um orkuöflun til ársins 2030. Á þeim árum munum við einungis beisla orku sem verður 10% af þeirri þörf sem þarf að uppfylla til að landið nái kolefnishlutleysi árið 2040. Hér á landi höfum við fólk með þekkingu, fjármagn m.a. í lífeyrissjóðum, náttúruna og raunar allt sem þarf til að beisla orkuna og nýta hana til hagsældar. Okkar framlag ætti að vera í fararbroddi þjóða og þannig styðjum við bætt lífkjör um allan heim,“ sagði Vilhjálmur.\r\n\r\n<strong>Sem næst flutningskerfinu</strong>\r\n\r\nFrímann Snær Guðmundsson frá Deloitte fjallaði á fundinum um skýrslu sem fyrirtækið hefur unnið um stöðu vindorku hér á landi og möguleg áhrif uppbyggingar vindorkugarða á Vesturlandi. Níu verkefni tengd beislun vindorku eru í gangi í landshlutanum, misjafnlega vel á veg komin. Samanlagt munu þau vindorkuver, komi þau til framkvæmda, skaffa orku sem nemur 687 gígawattstundum á ári. Það jafngildir um 60% af orkuþörf Norðuráls á Grundartanga. Frímann Snær fjallaði vítt og breytt um beislun vindorkunnar. Sagði hann meðal annars að ákvarðanataka um vindorkuver þyrfti að hans mati að taka á sveitarstjórnarstiginu. Á fundinum kom fram að nú er að störfum nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar sem móta á tillögur um vindorkuver almennt, staðsetningu þeirra og fjölmörg fleiri atriði sem stjórnvöld hafa látið hjá líða að gera stefnumörkun um. Af því leiðir að víða hafa hugmyndir fjárfesta um byggingu vindorkugarða mætt einarðri afstöðu íbúa, þótt undantekningar séu á því. Almennt eru þó íslensk stjórnvöld búin að gefa það út sem stefnu sína að staðsetning vindorkugarða eigi að vera sem næst flutningskerfi raforkunnar. Það skýrir m.a. ásókn í byggingu vindorkugarða í Reykhólasveit, Dölum, Borgarfirði og við Hvalfjörð.\r\n\r\n<strong>Fyrirtæki með erlent eignarhald</strong>\r\n\r\nForsvarsmenn fjögurra vindorkufyrirtækja fluttu því næst stuttar kynningar á sínum áætlunum og mögulegum verkefnum þeirra á Vesturlandi.\r\n\r\nFyrir Qair talaði Friðjón Þórðarson. Það fyrirtæki var stofnað árið 2018 og er í eigu franskra aðila. Dótturfélög Qair hér á landi eru Arctic Hydro og Vistafl. Á vegum Qair er vindorkugarður í Sólheimum í Laxárdal á teikniborðinu, Múla í landi Hvamms í Norðurárdal og fyrirhuguð vetnisframleiðsla á Grundartanga, komi fyrrgreindir vindorkugarðar til framkvæmdar.\r\n\r\nHelgi Hjörvar sagði frá áformum um beislun vindorku á Grjóthálsi í landi jarðanna Hafþórsstaða í Norðurárdal og Sigmundarstaða í Þverárhlíð. Sagði hann verkefnið fullfjármagnað af evrópskum stofnanafjárfestum og að næg eftirspurn væri eftir orkunni.\r\n\r\nKetill Sigurjónsson kynnti Zephyr Ísland, en fyrirtækið er í eigu norska fyrirtækisins Zephyr AS. Fimm verkefni eru í skoðun á vegum Zephyr Ísland. Þau eru við Kjörseyri við Hrútafjörð, á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu, Brekku í Hvalfjarðarsveit, Hundastapa á Mýrum og á Mosfellsheiði. Unnið er að forskoðun þeirra, umhverfismati og viðræðum við sveitarfélög um skipulag. Verkefnin eru mislangt á veg komin.\r\n\r\nLoks var það Ríkharður Örn Ragnarsson sem sagði frá EM orku og áætlunum fyrirtækisins um vindorkugarð í Garpsdal í Reykhólasveit, en það er eina verkefnið sem fyrirtækið vinnur að hér á landi. Það eru Írar sem eiga EM orku en þeir sérhæfa sig, að sögn Ríkharðs, í að koma inn á markaði þar sem regluverk varðandi vindorkuver er ekki til staðar. Lýsti hann því hvernig lögð hafi verið áhersla á góða kynningu til heimafólks í Reykhólasveit áður en verkefnið var kynnt opinberlega. Garpsdalur væri nærri flutningskerfi raforku, einungis væru sex kílómetrar í næsta tengivirki. Því fæli verkefnið í sér lágmarks fjárfestingu í mannvirkjum og níu kílómetrar væru í næsta bæ sem hefði sjónlínu að vindmyllunum. Skipulag fyrir vindorkugarð í Garpsdal hefur þegar verið samþykkt og bárust engar almennar athugasemdir við verkefnið þegar það var í skipulagsferli. Verkefnið í Garpsdal er nú á lokastigi þróunar og unnið í góðri sátt við nærsamfélagið, að sögn Ríkharðs.\r\n\r\n<strong>Með lægsta kolefnissporið</strong>\r\n\r\nSigrún Helgadóttir forstjóri Norðuráls á Grundartanga sagði að fyrirtækið leitaði allra leiða til að bæta umgengnina við umhverfið og stuðla að fremsta megni að orkuskiptum. Því væri Norðurál hluti af teyminu sem kallar sig Vestanátt. „Okkar markmið er að verða sá álframleiðandi í heiminum sem hefur lægsta kolefnissporið. Til þess að svo megi verða viljum við kaupa umhverfisvæna orku, en einnig erum við í okkar daglega rekstri sífellt að velta við steinum til að bæta reksturinn og sótsporið,“ sagði Sigrún og benti á sorpflokkun, samkeyrslu starfmanna og fleiri atriði.\r\n\r\n<strong>Ekki fylgjandi lagningu sæstrengs</strong>\r\n\r\nAð loknum erindum á fundinum í Borgarnesi var opnað fyrir fyrirspurnir úr sal. Margir lögðu þar til málanna, beindu fyrirspurnum til frummælenda en aðrir héldu stutt erindi um hvernig augum þeir líta fyrirhugaðar framkvæmdir í nágrenni við sig. Flestir sem kváðu sér hljóðs á fundinum voru íbúar í Norðurárdal, en í þeirra sveit eru einmitt tvö af þeim verkefnum sem eru á teikniborðinu og kynnt voru á fundinum; Múli og Grjótháls. Þeir sem tóku til máls lýstu einarðri andstöðu við þessa ráðagjörð og töldu vindmyllur hafa margvísleg neikvæð áhrif á lífskjör og náttúru héraðsins. Á fundinum voru frummælendur m.a. beðnir að lýsa skoðun sinni á lagningu sæstrengs til útflutnings á raforku. Allir voru þeir mótfallnir lagningu sæstrengs og töldu hann of dýran kost til að hann yrði nokkru sinni raunin. Þar að auki væri næg eftirspurn innanlands eftir þeirri orku sem hér er og verður hægt að framleiða. Einungis Ketill Sigurjónsson frá Zephyr Ísland vildi þó ekki lýsa andstöðu sinni við að frá landinu yrði lagður sæstrengur til að tengjast raforkukerfi Evrópu.",
  "innerBlocks": []
}
Margir áhugasamir um áform vindorkufyrirtækja - Skessuhorn