„Ég er að draga gömlu hommana fram í dagsljósið og út úr skápnum“
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "<em>Rætt við Særúnu Lísu Birgisdóttur sem hóf söfnun fyrir útgáfukostnaði bókar sinnar</em>\r\n\r\nSærún Lísa Birgisdóttir er að gefa úr bókina Hættið þessu fikti strákar! Bókin fjallar um homma á Íslandi allt frá tímum Íslendingasagnanna og fram til eftirstríðsáranna og byggir hún á bæði BA- og MA- ritgerðum Lísu í þjóðfræði en Lísa kláraði meistaranám sitt við HÍ árið 2014. Þessa dagana stendur Lísa fyrir <a href=\"https://www.karolinafund.com/project/view/4210\">söfnun á Karolina Fund</a> þar sem hún safnar fyrir prentkostnaði, þegar hefur safnast rúmlega helmingur af markmiðinu en söfnun lýkur 3. október næstkomandi.\r\n\r\nLísa ákvað að fara ekki með bókina sína í gegnum forlögin en leitaði til Bókasamlagsins eftir aðstoð og handleiðslu. Bókasamlagið er bókabúð, kaffihús og útgáfufyrirtæki sem aðstoðar höfunda og fólk sem langar að skrifa bók og gera það sjálfstætt. „Konurnar í Bókasamlaginu gripu mig eiginlega. Þær aðstoðuðu mig mikið og hjá þeim fékk ég til dæmis ritstjóra,“ segir Lísa en hún stendur nú fyrir söfnun á Karolina Fund til þess að safna fyrir prentkostnaði bókarinnar sem verður prentuð í Litháen. „Ég ákvað að fara þessa leið og gera þetta sjálf en fara ekki í gegnum forlögin af því ég vil ráða yfir bókinni minni. Ef þú ferð í forlögin þá ertu ekki með fulla stjórn á því hvernig allt verður og ég vildi því frekar gera þetta ein. Prentunin er samt rosalega dýr og þess vegna ákvað ég að prófa að skrá bókina á Karolina fund,“ segir Lísa, en hvernig virkar það fyrir sig? „Þetta er svona allt eða ekkert söfnun, ég set bara inn ákveðna upphæð sem mig vantar og ef hún næst ekki fyrir ákveðinn tíma, sem í mínu tilviki er 3. október, þá fá allir endurgreitt sem voru þegar búnir að styrkja og verkefnið fellur í raun um sjálft sig,“ segir Lísa en þeir sem ákveða að styrkja söfnunina geta sett inn upphæð að eigin vali sem er þá hreinn og klár styrkur eða valið um nokkra uppgefna valmöguleika. Til að mynda er hægt að styrkja um 25 evrur og fá þá að launum tvær eftirprentanir af myndum úr bókinni. Sé styrkt um 75 evrur fæst að launum áritað eintak af bókinni auk eftirprentunar af mynd úr bókinni og boð í útgáfuhóf þegar bókin kemur út. Fjöldi annarra valmöguleika er einnig í boði. Bókin verður svo fáanleg í öllum helstu bókabúðum þegar hún kemur út auk þess sem hún verður seld á Amazon í enskri þýðingu.\r\n\r\n<em>Nánara viðtal við Særúnu má lesa í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.</em>",
"innerBlocks": []
}