Bjarki komst áfram á Evrópumótaröðinni
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Borgnesingurinn Bjarki Pétursson var sá eini af fimm íslenskum kylfingum sem tóku þátt í úrtökumótum fyrir DP Evrópumótaröðina í síðustu viku sem komst áfram á 2. stigið. Bjarki lék vel á mótinu sem fram fór í Austurríki og lék alls 72 holur á sjö höggum undir pari. Hann tryggði sér þátttökurétt á næsta móti sem fram fer á Spáni í næsta mánuði. Bjarki segir í viðtali við kylfing.is að þetta hafi verið mjög fínt. „Slátturinn var mjög góður en púttin ekki að detta í mótinu. En virkilega jákvætt að vera komin í gegnum þetta stig og núna hefst undirbúningur fyrir annað og þriðja stigið.“ Bjarki heldur nú til Spánar til æfinga og undirbúnings fyrir næsta úrtökumót á 2. stigi.",
"innerBlocks": []
}