Fréttir

Vestanátt kynnir vindorkukosti á Vesturlandi

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Vestanátt er samstarfsverkefni fjögurra vindorkufyrirtækja, þeirra Qair, Hafþórsstaða, Zephyr og EM Orku auk Norðuráls. „Verkefnið snýst um uppbyggingu grænnar raforku og orkutengdrar starfsemi á Vesturlandi. Hópurinn hefur að leiðarljósi að verðmætin, orkan og störfin sem verða til við virkjun vindorku á Vesturlandi, haldist og nýtist í nærsamfélaginu,“ segir í fréttatilkynningu.\r\n\r\nÍ næstu viku mun hópurinn halda opna kynningarfundi á þremur stöðum á Vesturlandi og vonast eftir góðu samtali við hagsmunaaðila og almenning. Kynningarfundirnir munu verða haldnir á eftirfarandi stöðum og tímum:\r\n<ul>\r\n \t<li><strong>Borgarnesi,</strong> mánudaginn 19. september kl. 20:00 í Hjálmakletti</li>\r\n \t<li><strong>Akranesi,</strong> þriðjudaginn 20. september kl. 20:00 í sal Tónlistarskólans</li>\r\n \t<li><strong>Búðardal,</strong> fimmtudaginn 22. september kl. 20:00 í Dalabúð</li>\r\n</ul>\r\nÁ dagskrá fundanna verður fræðsla um alþjóðlega þróun í loftslags- og orkumálum, sem Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi alþingismaður og rektor á Bifröst mun flytja. Þá verður kynnt skýrsla Deloitte um stöðu vindorku og möguleg áhrif uppbyggingar vindorku á Vesturlandi. Einnig verður stutt yfirlit frá forsvarsmönnum vindorkufyrirtækjanna fjögurra um möguleg verkefni þeirra á Vesturlandi. Loks verður stutt kynning á starfsemi Norðuráls.",
  "innerBlocks": []
}
Vestanátt kynnir vindorkukosti á Vesturlandi - Skessuhorn