
Svipmynd af rannsóknum á lífríki Breiðafjarðar. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Hafró hyggst leggja niður starfsemi í Ólafsvík
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkti fyrir stuttu að fela bæjarstjóra að koma á fundi bæjarráðs með forstjóra Hafrannsóknastofnunar til að fá að vita áform stofnunarinnar um framtíð útibús hennar í Ólafsvík. Á þeim fundi kom fram að stofnunin hefði í hyggju að loka útibúi sínu í Ólafsvík um næstu áramót.\r\n\r\nAð sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra segja forsvarsmenn Hafró að erfiðlega hefði gengið að manna starfsstöðina og þeir hefðu takmarkað fjármagn. Því hafi hins vegar verið komið skýrt á framfæri við stofnunina að þetta væri algerlega á skjön við stefnu ríkistjórnarinnar um fjölgun starfa úti á landi svo ekki væri talað um að hætta ríkisstarfsemi þar sem hún er fyrir. „Samtalið var ágætt þó við værum ekki sammála,“ segir Kristinn. „Við sögðum þeim að við myndum nú ekki taka þessu þegjandi og létum þá vita að við myndum biðja um fundi með ráðherra málaflokksins og þingmönnum kjördæmisins. Hafró hefur verið að fá með öllu um 60 milljónir króna á ári til að reka þessa starfsemi að okkar mati þó að í dag sé það ekki merkt sérstaklega á fjárlögum. En samkvæmt uppreiknuðum samningi sem Sjávarrannsóknasetrið Vör gerði við stofnunina er sú tala ekki fjarri lagi, uppreiknað til verðlags í dag. Þetta eru fjármunir sem okkur finnst blóðugt að hverfi úr okkar samfélagi og enn verra að mönnum finnist það sjálfsagt að fækka störfum og verkefnum úti á landi,“ segir Kristinn.\r\n\r\nStarfstöð Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík er við höfnina. Á heimasíðu kemur fram að starfsmenn komi að hinum ýmsu rannsóknarverkefnum Hafró en sérstök áhersla sé lögð á vistkerfi Breiðafjarðar. Meðal verkefna útibúsins er regluleg umhverfisvöktun og rannsóknir á svifþörungum, svifdýrum og fæðuvef auk þess sem starfsmenn taka einnig þátt í gagnasöfnun úr afla sem eru nýtt í stofnmatsráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.", "innerBlocks": [] }