Fréttir
Sævar ásamt fráfarandi formanni, Jörgen Rasmussen, sem er frá Svíþjóð. Ljósm. aðsend

Sævar valinn formaður blikksmiðjueigenda á Norðurlöndunum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Um síðustu helgi var hinn árlegi fundur formanna Félags blikksmiðjueigenda á Norðurlöndunum. Var hann haldinn í Noregi að þessu sinni. Í fyrsta skipti í sögunni var Íslendingur valinn sem formaður þessara systursamtaka og var það Sævar Jónsson eigandi Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi sem hreppti hnossið. Blaðamaður Skessuhorns kíkti við í Blikksmiðju Guðmundar á mánudaginn og fékk Sævar til að segja aðeins frá félaginu.\r\n\r\nSævar segir að þetta sé mjög gamalt félag, það hafi verið 1958 eða um miðja síðasta öld sem félagar í samtökunum byrjuðu að hittast fyrst og hafa síðan þá hist nánast á hverju ári. Starf Sævars er fyrst og fremst fólgið í því að halda utan um áframhaldandi samstarf á milli félaganna á Norðurlöndunum. Sævar hefur verið formaður íslenskra blikksmiðjueigenda á Íslandi frá því árið 2012 og því alls í tíu ár. Hann hefur alltaf mætt á þessa fundi nema í miðjum kórónuveirufaraldri og þar er kannski ástæðan fyrir formennskunni nú: „Við höfum aldrei gefið færi á okkur sem formenn vegna þess að þeir hittast frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku alltaf tvisvar á ári en við höfum alltaf farið einu sinni á ári. Við hittumst núna á Teams á þessum aukafundi og á næsta ári ætlum við að hittast á Íslandi. Ég sagði þeim að ef ég yrði kosinn formaður þá yrði annar fundurinn á Teams og þeir samþykktu það.“\r\n\r\n<em>Lengra viðtal við Sævar Jónsson, nýjan formann blikksmiðjueigenda á Norðurlöndum, má lesa í Skessuhorni vikunnar.</em>",
  "innerBlocks": []
}
Sævar valinn formaður blikksmiðjueigenda á Norðurlöndunum - Skessuhorn