
Eitt glerhýsa Panorama Glass Lodge. Myndin er fengin af heimasíðu fyrirtækisins.
Sofið við Norðurljós í Melasveit
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Fyrirtækið Panorama Glass Lodge ehf hefur fest kaup á um tuttugu hektara landi austarlega í landi Hafnar í Melasveit. Þar hyggst fyrirtækið reka gæða gistiþjónustu í nokkurs konar glerskálum. Fyrirtækið er til heimilis á Suðurlandi og hefur þegar reist nokkur slík hús í nágrenni Hellu. Landið sem hér um ræðir er í Melasveit í Borgarfirði, rétt við Borgarnes og liggur frá þjóðvegi nr. 1 að sjó. Það nefnist Lísuborgir sem tekur mið af örnefni á svæðinu.\r\n\r\nViðskiptahugmyndin er sú að fólk geti verið út af fyrir sig og notið kyrrðar og friðsældar náttúrunnar á gististað þar sem vandað er til alls aðbúnaðar og Lísuborgir voru valdar með það í huga að sem minnstar líkur væru á hvers kyns ónæði af völdum manna. Þarna verða reist þrjú hús til að byrja með, við ströndina þar sem útsýnis nýtur yfir sjóinn og alla leið yfir til Snæfellsjökuls. Reikna má með að gott verði að njóta norðurljósa á þessum stað þar sem ljósmengunar gætir lítt sem ekki. Eitt húsanna er stærra en hin og fellur vel að þörfum fjölskyldna, en hin tvö eru í sömu stærð og húsin sem fyrir hendi eru á vegum fyrirtækisins við Hellu. Fyrirhugað er að bæta tveimur húsum við í Lísuborgum síðar, líklega næsta vor og yrðu þau þá fimm. Landið myndi geta rúmað tólf hús í allt, en ekki er víst að svo mikið verði byggt á svæðinu. Húsin þrjú sem nú verða reist eru þegar komin í framleiðslu erlendis og koma þegar öllum tilheyrandi undirbúningi á svæðinu er lokið.\r\n\r\nHúsin eru að hluta til úr gleri og þótt hægt sé að draga gluggatjöld fyrir útsýnið ef vill hefur fólk þann valkost að sofa nánast undir berum himni, innan við sérstaklega styrkta glerveggi og loft. Heitur pottur er við hvert húsanna og öll aðstaða fyrir hendi. Ekki er ódýrt að leigja sér gististað sem þennan, en nóttin er verðlögð á um 75 þúsund krónur. Fyrirtækið er í vexti og húsin á Suðurlandi hafa verið fullbókuð, svo mikil eftirspurn virðist vera fyrir hendi. Enda hyggst fyrirtækið færa út kvíarnar á næsta ári og er þegar farið að svipast um eftir landi undir reksturinn á nýjum slóðum, svo sem á Norður- og Austurlandi; en glæsilegt útsýni er eitt frumskilyrða þess að land henti vel fyrir reksturinn.\r\n\r\nEigendur Panorama Glass Lodge eru Andreas og Sabrina Dedler, ung hjón frá Sviss og Þýskalandi. Þau hafa lengi leitað að nýjum heppilegum stað fyrir þessa tegund ferðaþjónustu, sem byggir í raun á því að gestir fái að vera friði. Þetta varð að lokum niðurstaðan. Tilskildum leyfisveitingum af hálfu sveitarfélagsins hefur hins vegar verið frestað í tvígang vegna skorts á fyrirliggjandi gögnum svo framkvæmdir eru ekki komnar vel af stað, enda tekur tíma að afla allra leyfa. En skipulagsfulltrúi er í viðræðum við fyrirtækið vegna þessa og að öllum skilyrðum uppfylltum vonast Andreas og Sabrina til að geta farið að taka við bókunum fyrir árið 2023 í lok þessa árs ef allt gengur að óskum.\r\n\r\n \r\n\r\n \r\n\r\nMT: Eitt glerhýsa Panorama Glass Lodge. Myndin er fengin af heimasíðu fyrirtækisins.\r\n\r\n ", "innerBlocks": [] }