
Jan Van Haas og Marta Magnúsdóttir, eigendur Valeriu. Ljósm. gbþ
Innlit á kaffihúsið Valeriu í Grundarfirði – myndband
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Í júní opnaði í Grundarfirði nýtt kaffihús sem heitir Valeria. Eigendur þess eru hjónin Marta Magnúsdóttir og Jan Van Haas. Marta er uppalinn Grundfirðingur og vill hvergi annars staðar vera og því lá beinast við að Jan flytti með henni til Grundarfjarðar þegar þau tóku saman. Jan er frá Kólumbíu, foreldrar hans voru kaffibændur og ólst hann upp á litlum sveitabæ þar sem fjölskyldan ræktaði kaffiber en þau voru einnig með heimili í borginni þar sem Jan og bræður hans fóru í skóla. Fljótlega eftir að Jan flutti til Grundarfjarðar fæddist sú hugmynd hjá þeim hjónum að opna kaffihús og bjóða þar upp á kólumbískt kaffi. Nafnið Valeria er kólumbískt og er fengið úr fjölskyldu Jans en bróðurdóttir hans heitir Valeria.\r\n\r\nSkessuhorn leit við á Valeriu í síðustu viku og tók Mörtu og Jan tali. Meðfylgjandi myndbandi sýnir kaffihúsið að utan og innan en hjónin eyddu síðastliðnu ári í að standsetja húsnæðið svo það hentaði undir kaffihús og kaffiristun.\r\n\r\nViðtalið við Mörtu og Jan má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær, 24. ágúst.\r\n\r\nhttps://www.youtube.com/watch?v=39EUKAOGwuE\r\n\r\n ", "innerBlocks": [] }