Smíðað af kappi í eldsmiðjunni. Ljósm. vaks.

Eldsmíðahátíð er hafin í Görðum

Um þessa helgi fer Norðurlandameistaramótið í eldsmíði fram við Byggðasafnið á Akranesi. Það verður nóg um að vera fyrir nýgræðinga í greininni og allt upp í helstu eldsmiði Norðurlandanna sem etja kappi fram á sunndag. Keppt verður í þremur flokkum og eru keppendur alls fimmtán talsins. Þrír keppa í hverjum flokki frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku en þetta er í fyrsta skipti sem Danmörk tekur þátt og því í fyrsta sinn sem allar Norðurlandaþjóðirnar taka þátt í mótinu á sama tíma. Árið 2013 var í fyrsta skipti haldið Norðurlandamót eldsmiða á Akranesi.

Smíðaverkefnið sem allir keppendur mótsins fást við er að búa til ankeri og hafa þeir fjórar klukkustundir til að ljúka verkinu. Eftir hádegi í dag hófst keppni í fyrsta flokknum sem er byrjendaflokkur þar sem byrjendur fá að spreyta sig með frjálsum efnistökum og á morgun, laugardag hefst keppnin klukkan 11 í sveinaflokknum þar sem sveinar smíða skarpt horn og slá gat á ankerið sitt. Á morgun frá klukkan 16 til 18 verður liðakeppni þar sem öll Norðurlandaliðin taka þátt. Meistara eldsmiðir þurfa svo að sýna snilli sína á sunnudeginum með því að búa til grip með skörp horn, slegið gat, samsuðu og vísa fram teikningu á sínum smíðisgrip. Meistaraflokkskeppnin hefst klukkan 11 á sunnudaginn en mótinu lýkur um fjögur leytið síðar um daginn. Mótið er haldið fyrir opnum dyrum á útisvæði Byggðasafnsins og þar verður hægt að fræðast um eldsmíði, hugsanlega versla bæði handverk og léttar veitingar og njóta safnsins á sama tíma.

Nánar í Skessuhorni vikunnar, en meðfylgjandi myndir voru teknar nú rétt í þessu þegar keppni í byrjendaflokki fór fram.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira