Skólastofurnar höfðu minnkað

Nemendur í árgangi 1963 frá Grunnskóla Hellissands notuðu tækifærið og komu saman á Sandara- og Rifsaragleðinni fyrr í sumar. Eitt af því sem hópurinn gerði var að skoða skólabygginguna á Hellissandi en þeirra skólaganga fór fram í Gamla skólanum og voru þau svo í Röstinni sem unglingar. Fannst þeim mjög gaman að koma og skoða og sjá hvað allt hafði breyst til hins betra og hvað gömlu stofurnar höfðu „minnkað.“

Við þetta tækifæri færði árgangurinn Grunnskóla Snæfellsbæjar bókagjöf en hugmyndin að henni varð til við undirbúning hittingsins og söfnuðust 120 þúsund krónur hjá þessum 24 skólafélögum og fyrir upphæðina keypti hópurinn bækur fyrir 3. til 5. bekk sem þau afhentu Hilmari Má Arasyni skólastjóra í minningu látinna skólafélaga sinna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira