Frá Reykhólum. Ljósm. gj.

Reykhóladagar verða um helgina

Reykhóladagar verða haldnir dagana 12.-14. ágúst. Dagskráin hefst kl. 13 á morgun, föstudag, með afmælishátíð leikskólans Hólabæjar, en skólinn fagnar 30 ára afmæli og heldur veislu af því tilefni. Þar verður Jörgen Nilsson með gögl (juggling) kennslu. Við tekur bátabíó fyrir börn á Báta- og hlunnindasýningunni sem helguð er fuglum, bátum og náttúrunytjum Breiðafjarðar og afmælishátíð Grettislaugar, sundlaugarinnar á svæðinu.

Margt fleira verður á dagskrá hátíðarinnar og má þar nefna Reykhólahlaupið og tónleika Björns Thoroddsen og Heru Bjarkar í Reykhólakirkju á laugardag þar sem flutt verða lög við ljóð Jóns Thoroddsen. Dráttarvélaskrúðganga verður gegnum Reykhóla á laugardeginum og boðið verður upp á brúðusýningu. Á menningarkvöldi sama dag flytur Bergsveinn Birgisson erindi þar sem farið verður um slóðir svarta víkingsins og kannað hvernig skrifað var um landnámið á miðöldum og það sem vantar í þá sögu. Kvöldinu lýkur með lifandi tónlist fram eftir nóttu á Báta- og hlunnindasýningunni.

Á sunnudeginum verður sveppatínsla og dagskrá í Króksfjarðarnesi með vöffluhlaðborði. Þar munu félagar úr Harmonikufélaginu Nikkólínu mæta á svæðið. Sjá má nánar um dagskrána á vef Reykhólahrepps; www.reykholar.is.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira