Fréttir
Kristján Guðmundsson ásamt konu sinni Eydísi Smáradóttur á Hvanneyrarhátíð um liðna helgi. Ljósm. mm.

Kristján Guðmundsson kemur til starfa hjá SSV

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Ákveðið hefur verið að ráða Kristján Guðmundsson tímabundið í starf verkefnisstjóra á Áfangastaða- og markaðssviði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Markaðsstofu Vesturlands. Kristján hefur störf 15. ágúst og kemur í stað Thelmu Harðardóttur sem ákveðið hefur að láta af störfum hjá samtökunum. Kristján er öllum hnútum kunnugur í ferðaþjónustu á Vesturlandi, en hann starfaði hjá Markaðsstofu Vesturlands frá árinu 2013 fram á árið 2018 og var jafnframt forstöðumaður hennar frá hausti 2014 og fram að starfslokum. Þá hefur Kristján starfað sem sölu- og markaðsstjóri hjá Hótel Húsafelli auk þess að sinna fleiri störfum tengdum ferðaþjónustu á svæðinu. Ráðning hans gildir til 1. mars á næsta ári.\r\n\r\nÞess má geta að Margrét Björk Björnsdóttir fagstjóri hjá Markaðsstofunni verður í leyfi frá 1. október og fram að áramótum og hyggst leggja land undir fót. Stjórnunarreynsla Kristjáns á þessu sviði mun því koma sér vel. Starf verkefnisstjóra verður síðan auglýst á nýju ári.",
  "innerBlocks": []
}
Kristján Guðmundsson kemur til starfa hjá SSV - Skessuhorn