Fréttir

Norðurlandameistaramótið í eldsmíði á Akranesi um helgina

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Það verður nóg um að vera við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi næstu daga því þar fer um helgina fram Norðurlandameistaramótið í eldsmíði. Þar koma saman helstu eldsmiðir Norðurlandanna og etja kappi frá föstudegi til sunnudags. Keppt verður í þremur flokkum og eru keppendur alls fimmtán talsins. Þrír keppa í hverjum flokki frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku en þetta er í fyrsta skipti sem Danmörk tekur þátt og því í fyrsta sinn sem allar Norðurlandaþjóðirnar taka þátt í mótinu á sama tíma. Árið 2013 var í fyrsta skipti haldið Norðurlandamót eldsmiða á Akranesi. Mótið er haldið fyrir opnum dyrum á útisvæði Byggðasafnsins og þar verður hægt að fræðast um eldsmíði, hugsanlega versla bæði handverk og léttar veitingar og njóta safnsins á sama tíma.\r\n\r\nGuðmundur Sigurðsson er formaður íslenskra eldsmiða og mótsstjóri og segir hann að þeir eigi von á góðum hópi um næstu helgi, áhugamönnum um eldsmíði hvaðanæva að og öðrum sem þyki eldsmíði áhugaverð og spennandi. Verkefni eldsmiðanna er að smíða ankeri og dómnefnd mótsins sem kemur frá öllum Norðurlöndunum dæmir eftir tíu mismunandi punktum eins og til að mynda notagildi, áferð og þar fram eftir götunum. Þeir sem keppa fyrir Íslands hönd eru Róbert Daníel Kristjánsson frá Þingeyri í byrjendaflokki, Einar Sigurðsson úr Reykjavík í sveinaflokki og Beate Sturmo frá Kristnesi í Eyjafirði keppir í Meistaraflokki\r\n\r\n<em>Sjá nánari umfjöllun í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.</em>",
  "innerBlocks": []
}
Norðurlandameistaramótið í eldsmíði á Akranesi um helgina - Skessuhorn