Fréttir

Kynningarfundur vegna væntanlegra framkvæmda við Nesveg

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Klukkan 17 í dag hefur Stykkishólmsbær auglýst kynningarfund meðal íbúa í nágrenni fyrirhugaðra framkvæmda Asco Harvester við Nesveg 22A. Fundurinn verður haldinn á Amtsbókasafninu. Til hans er boðað með dreifibréfi til íbúa. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar um væntanlega þangþurrkunarverksmiðju. Jafnframt var samþykkt að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum í næsta nágrenni auk þess að halda kynningarfund fyrir íbúa í næsta nágrenni, sem nú er boðað til. Fundinum í dag stýrir Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi. Auk hennar taka forsvarsmenn Asco Harvester til máls og gera grein fyrir áformum sínum. Tekið verður við fyrirspurnum í lok fundar en einnig er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir og skulu þær berast eigi síðar en á hádegi föstudaginn 12. ágúst á netfangið skipulag@stykkisholmur.is\r\n\r\nEins og fram hefur komið í fréttum hyggst Asco Harvester ehf. reisa 959 fm atvinnuhúsnæði að Nesvegi 22A, á lóð þar sem áður stóð steypustöð. Fram kemur í dreifibréfi til íbúa að hægt sé að kynna sér áform fyrirtækisins á vefsíðunni ascoharvester.is",
  "innerBlocks": []
}
Kynningarfundur vegna væntanlegra framkvæmda við Nesveg - Skessuhorn