Fréttir

Hvanneyrarhátíð var þjóðleg og vel sótt

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Síðastliðinn laugardag héldu Hvanneyringar þorpshátíð sína. Oftast hefur hátíðin farið fram í júlímánuði, en nú var ákveðið að halda hana viku af ágúst þegar flestir hafa lokið sumarfríum sínum. Það fyrirkomulag voru menn almennt ánægðir með. Dagskrá hátíðarinnar var á margan hátt hefðbundin, en lögð var sérstök áhersla á þjóðlegan leik og skemmtun. Veður var milt allan tímann, að mestu sólarlaust en um fimmtán stiga hiti.\r\n\r\nFergusonfélagið og Fornbílafélag Borgarfjarðar mættu á svæðið með dráttarvélar og bíla. Landbúnaðarsafn Íslands, Ullarselið og Jarðræktarmiðstöð LbhÍ voru öllum opin.\r\n\r\nMeðal annars var boðið upp á glímusýningu á vegum Glímusambands Íslands. Farmal A og Centaur slógu blett með greiðusláttuvélum á túninu skammt frá kirkjugarðinum og þar hófst í kjölfarið keppni í dráttarvélaakstri og þrautabraut. Þá kepptu slökkviliðsmenn í staura- og stígvélakasti, að hætti Guðmundar Hallgrímssonar. Samhliða þessu var markaður í íþróttahúsinu, dagskrá í Ullarseli og kaffiveitingar voru seldar á Hvanneyri Pub og í Skemmunni. Skemmst er frá því að segja að fjölmenni mætti á svæðið og seldist upp allt matarkyns á markaði og hlaðborð Skemmunnar var orðið fremur tómlegt undir lokin. Viðtökur voru því góðar og talið að ríflega tvö þúsund gestir hafi mætt á Hvanneyri þennan dag. Í lok dagskrár söng Bjartmar Guðlaugsson í Skemmunni og um kvöldið voru tónleikar með Tóta og Evu í Halldórsfjósi.\r\n\r\n„Fjöldinn allur af fólki mætti á svæðið og gleðin var allsráðandi. Frábær dagur í alla staði,“ segir í frétt á íbúasíðu Hvanneyringa.\r\n\r\n&nbsp;\r\n\r\n<em>Fleiri myndir frá hátíðinni má sjá í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.</em>",
  "innerBlocks": []
}
Hvanneyrarhátíð var þjóðleg og vel sótt - Skessuhorn