Hjónin Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir

Frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal

Hjónin Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir hafa rekið skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði sl. 21 ár. Nú blasa við breytingar á þeirra högum en þau festu nýverið kaup á Laugum í Sælingsdal. Þar koma þau til með að hefja ferðaþjónustu en Halldóra er menntuð á sviði ferðaþjónustu og hótelreksturs og Karl menntaður matreiðslumaður. Blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til þeirra hjóna sem voru önnum kafin við flutninga frá Reykjum. Þau gáfu sér þó nokkrar mínútur til að ræða þessar breytingar sem báru fremur skjótt að en þau segjast spennt fyrir komandi tímum.

Karl og Halldóra komu að Reykjum haustið 2001 en höfðu sumarið þar áður verið að vinna á Hótel Eddu í Neskaupstað. Halldóra er alin upp í Reykjavík en Karl er Hornfirðingur í húð og hár. ,,Við komum að Reykjum því það vantaði fólk í vinnu þar. Við vorum búin að starfa í Neskaupstað en renndum norður og ákváðum að gefa þessu sjéns í eitt ár. Síðan er liðið 21 ár. Við höfðum alveg hugsað okkur að gefa þessu smá tíma í viðbót en nú var rekstur skólabúðanna settur í útboð og við skynjuðum þá að það væru vonir um einhverja breytingu á staðnum,“ segir Karl um skyndilega breytingu á högum þeirra. En hvernig komu Laugar svo inn í myndina? ,,Þetta gerðist eiginlega bara í smá spjalli. Við ákváðum að fara vestur og skoða þetta sem leiddi af sér viðræður við Dalamenn. Svo gerðum við bara tilboð og ákváðum að kaupa þetta,“ segir Karl.

Sjá má ítarlegra viðtal við Karl og Halldóru í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira