Frá leitinni seint í gærkvöldi. Ljósm. gó.

Banaslys við Akranes

Laust fyrir klukkan 21 í gær voru viðbragðsaðilar; lögregla auk björgunarsveita á Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði kallaðar út með hæsta forgangi til leitar á sjó. Sjósundsmanns var þá saknað úti fyrir Langasandi á Akranesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók einnig þátt í leitinni. Allir tiltækir björgunarbátar og sæþotur voru settar á flot og leitað fram eftir kvöldi. Strekkings vindur af vestri var á svæðinu og þokusuddi og leitarskilyrði því erfið. Um miðnætti bar leitin árangur þegar maðurinn fannst. Hann var þá látinn.

Að sögn Ásmundar Ásmundssonar yfirlögregluþjóns komu um 50 björgunarsveitarmenn að leitinni, auk lögreglu og þyrlusveitar. Þá tók almenningur þátt í leit með að ganga fjörur. Stjórnstöð var komið upp í Jónsbúð. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira