Fréttir

Að dvelja og njóta á sérlega vel við í Dölum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Í Nýsköpunarsetrinu á neðri hæð Stjórnsýsluhússins í Búðardal er skrifstofa Lindu Guðmundsdóttur, nýráðins verkefnisstjóra DalaAuðs, verkefnis sem á að efla og byggja upp Dalabyggð undir verndarvæng Byggðastofnunar. Linda er sömuleiðis nýr íbúi í sveitarfélaginu þótt hún sé búin að vera með annan fótinn í Saurbænum í tæplega tvö ár. Hún er nefnilega orðin húsfreyja í Þurranesi. Hún er sambýliskona Jóns Inga Ólafssonar, sem þar stundar sauðfjárbúskap og ferðaþjónustu. Linda settist niður í spjall með fréttaritara Skessuhorns. Hún segist mjög ánægð með titilinn húsfreyja en ekki síður með titil dótturinnar sem heimasætu í Þurranesi. Dóttir Lindu heitir Hulda Sophia og er átta ára, en þær mæðgur hafa búið undanfarin ár á Akureyri og dóttirin gengið í Oddeyrarskóla. Jón Ingi á tvö börn sem dvelja hjá þeim öðru hverju og þannig er orðin til talsvert stærri fjölskylda en áður.\r\n\r\nLinda kveðst blómstra í sveitinni enda uppalin að hluta sem sveitastelpa í Landeyjunum þar sem foreldrar hennar bjuggu með kýr og kindur þegar hún var lítil. Henni og dótturinni er einstaklega vel tekið í Þurranesi og hún hlakkar til að takast á við hlutverk sitt þar, ekki síður en starfið sem verkefnastjóri DalaAuðs. Hún sér fyrir sér tækifæri í Þurranesi líkt og annars staðar í Dalabyggð. Tækifærin í Dölunum telur Linda liggja í fjölbreytileikanum, landkostirnir eru miklir og hægt að þróa matvælaframleiðslu, því hér er mikil þekking í landbúnaði. „Uppbygging á minni áfangastöðum fyrir ferðamenn, sem geta tekið á móti smærri hópum, en ekki endilega risastóra staði fyrir massatúrisma. Fólk kemur hingað til að njóta kyrrðar og náttúru sem við erum rík af í Dölunum“.\r\n\r\n<em>Sjá má nánara viðtal við Lindu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra DalaAuðs, í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag. </em>",
  "innerBlocks": []
}