

Matthías og Tign Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði
Matthías Sigurðsson og Tign frá Fornusöndum sigruðu gæðingaskeið í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga sem haldið er í Borgarnesi þessa dagana en Matthías keppir fyrir hestamannafélagið Fák. Dalir verktakar ehf. styrktu þessa grein og Kaupfélag Borgfirðinga gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH fyrir gæðingaskeið var gefinn af Hestamannafélaginu Sleipni.
Verðlaunasæti:
- Matthías Sigurðsson, Tign frá Fornusöndum 7.08 – Fákur
- Jón Ársæll Bergmann, Valka frá Íbishóli 6.46 – Geysir
- Sara Dís Snorradóttir, Djarfur frá Litla-Hofi 6.33 – Sörli
- Dagur Sigurðarson, Tromma frá Skúfslæk 6.21 – Geysir
- Þórgunnur Þórarinsdóttir, Gullbrá frá Lóni 6.13 – Skagfirðingur