Margir að flýta sér

Talvert var um hraðakstur í vikunni um og yfir verslunarmannahelgina. Seinni part föstudags var ökumaður tekinn á 136 kílómetra hraða á móts við Hafursfell á Snæfellsnesi og fékk yfir hundrað þúsund krónur í sekt sem hann greiddi á staðnum en um var að ræða erlendan ferðamann. Sama dag var annar erlendur ferðamaður tekinn á 127 kílómetra hraða á sama vegi en að sögn lögreglu virðast þeir oft ekki átta sig á því hvað þeir eru að aka greitt miðað við aðstæður og lög. Á sunnudeginum var síðan ökumaður tekinn á 142 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi rétt við Baulu í Stafholtstungum og á von á 150 þúsund króna sekt og þremur refsipunktum í ökuferilsskrána.

Líkar þetta

Fleiri fréttir