

Kristín Eir og Þórgunnur Íslandsmeistarar í fimi
Öðrum degi Íslandsmóts barna og unglinga endaði með keppni í fimi í gærkvöldi en fimikeppnin fór fram í reiðhöllinni Faxaborg í Borganesi. Kristín Eir Hauksdóttir sigraði í barnaflokki á Þyt frá Skáney fyrir hestamannafélagið Borgfirðing og Þórgunnur Þórarinsdóttir sigraði í unglingaflokki á Hnjúk frá Saurbæ fyrir hestamannafélagið Skagfirðing.
FIMIKEPPNI – BARNAFLOKKUR – Verðlaunahafar
Sæti Knapi Hestur M.eink
1 Kristín Eir Hauksdóttir Þytur frá Skáney 6,70 – Borgfirðingur
2 Kristín Eir Hauksdóttir Ísar frá Skáney 6,60 – Borgfirðingur
3 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Elsa frá Skógskoti 6,47 – Geysir
4 Hjördís Halla Þórarinsdóttir Flipi frá Bergsstöðum Vatnsn. 6,40 – Skagfirðingur
5 Elsa Kristín Grétarsdóttir Tvistur frá Efra-Seli 5,77 – Sleipnir
FIMIKEPPNI – UNGLINGAFLOKKUR – Verðlaunahafar
Sæti Knapi Hestur M.eink
1 Þórgunnur Þórarinsdóttir Hnjúkur frá Saurbæ 7,27 – Skagfirðingur
2 Guðmar Hólm Ísólfsson Daníel frá Vatnsleysu 6,83 – Þytur
3 Sara Dís Snorradóttir Bálkur frá Dýrfinnustöðum 6,73 – Sörli
3 Aðalbjörg Emma Maack Jara frá Árbæjarhjáleigu II 6,73 – Þytur
5 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Sigð frá Syðri-Gegnishólum 6,67 – Fákur
5 Glódís Líf Gunnarsdóttir Fífill frá Feti 6,67 – Máni