Hvanneyrarhátíð haldin hátíðleg á morgun

Á morgun,  laugardaginn 6. ágúst, fer hin árlega Hvanneyrarhátíð fram.  Á hátíðinni sem hefst klukkan 13 verður ýmislegt á dagskrá, m.a. fjölbreytt afþreying fyrir börn, keppni í dráttarvélarakstri, boðið verður upp á fjósaferðir og fleira skemmtilegt. Kaffisala verður á staðnum á vegum Kvenfélagsins og opið verður í húsakynnum Landbúnaðarsafnsins. Fergusonfélagið kemur svo einnig í heimsókn ásamt Fornbílafélaginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir