Löður mun koma til með að rísa á þessu plani fyrir utan Orkuna.

Löður kemur til Akraness

Nýverið var greint frá því að Löður hafi fengið samþykkt leyfi fyrir sjálfvirkri bílaþvottastöð á Akranesi. Stöðin verður staðsett við bensínafgreiðslu Orkunnar að Skagabraut 43 og fyrirhugað er að bætt verði við lóðina tveimur byggingarreitum fyrir bílaþvottastöðina og geymsluskúr. Bílaþvottastöðin hefur verið starfandi síðan árið 2000. Alls eru starfræktar 15 stöðvar á landinu; Þrettán eru á höfuðborgarsvæðinu, ein er á Akureyri og ein í Reykjanesbæ.

Í samtali við Skessuhorn segir fyrirtækið að ekki sé komin dagsetning á opnun stöðvarinnar en vonast er til að geta opnað fyrir lok árs. ,,Jákvæðu fréttirnar eru þær að við erum komin með öll leyfi og vélin er komin til landsins. Við erum svo spennt að koma til ykkar upp á Skaga og bjóða upp á þjónustuna okkar þar. Með því að nýta sér bílaþvottastöðvar er bæði verið að nota minna vatn en á venjulegum þvottaplönum og það fer betur með umhverfið okkar, það eru ekki allir sem átta sig á því að það eru olíu- og sandskiljur undir bílaþvottastöðvum sem fanga spiliefni svo þau fari ekki út í umhverfið. Að þvo bílinn heima fara öll efni sem eru notuð beint í grunnvatnið okkar,“ segir Elísabet Jónsdóttir hjá Löður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir