Ég hlakka til að takast á við verkefnin í Dalabyggð
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Björn Bjarki Þorsteinsson er fæddur á þeim Drottins dýrðar degi 4. júlí árið 1968 og fagnaði því nýlega 54 ára afmæli. Björn Bjarki er alltaf kallaður Bjarki þó að börnin hans séu öll Björnsbörn og er skírður í höfuðið á Birni heitnum Þórðarsyni sem bjó lengi í Dölum. Bjarki er giftur Guðrúnu Ólafsdóttur sem er Borgnesingur eins og Bjarki í húð og hár og eiga þau fjögur börn á aldrinum átján ára til bráðum að verða þrítugs. Börnin heita í aldursröð Jóhanna Marín, Ólafur Axel, Andri Steinn og Aron Ingi. Einnig eiga þau Guðrún fjögur barnabörn, tvær stelpur sem fæddust í október síðastliðnum og stelpu og strák, sex og sjö ára. Bjarki er uppalinn í Borgarnesi og er Borgfirðingur að helmingi og Hrútfirðingur í hinn hlutann. Faðir hans er Þorsteinn Valdimarsson sem lést árið 1991 og móðir hans er Inga Ingólfsdóttir sem býr í Brákarhlíð og fagnaði níræðisafmæli sínu fyrir stuttu síðan. Blaðamaður Skessuhorns kíkti við í Brákarhlíð í síðustu viku sem hefur verið vinnustaður Bjarka síðustu rétt tæplega fimmtán árin og spurði hann fyrst hvernig hefði verið að alast upp í Borgarnesi fyrir rúmri hálfri öld?\r\n\r\n„Það var alveg stórgott og margar ljúfar minningar, ég ólst upp í Böðvarsgötunni, þeirri einstöku götu, og þar var einvalalið fólks sem hefur margt haldið góðu sambandi og vinskap æ síðan. Maður á margar góðar minningar frá æskunni, það var eins og er nú gott að alast upp í Borgarnesi. Ég kláraði Grunnskólann í Borgarnesi, tók eitt ár í Menntaskólanum í Kópavogi í framhaldinu en kom svo aftur heim og sótti skóla í Fjölbrautaskólanum á Akranesi og lauk stúdentsprófi þaðan. Eftir það ætlaði ég alltaf aftur í skóla en einhvern veginn leiddi eitt af öðru og frekari skólaganga varð ekki fyrr en löngu seinna en ætlað var, við Guðrún hófum búskap ung og ég fór að vinna í verslunargeiranum eftir útskrift. Árið 1994 tókum við Guðrún ævintýraskref má segja og fluttum norður á Strandir þar sem ég réð mig sem verslunarstjóra á Hólmavík og vorum við þar í þrjú góð ár. Síðan var ég hjá KÁ og 11-11 þangað til mér bauðst starf í Borgarnesi haustið 1998 þegar Kaupfélag Borgfirðinga var í mikilli endurskipulagningu og var ráðinn yfir verslunarhúsinu sem var staðsett á Egilsgötu. Þar var ég til ársins 2004 en þá hafði verslunin flutt upp í Hyrnutorg og tók ég þátt í því að undirbúa þann flutning og framkvæma sem var mjög skemmtilegt ævintýri og skilaði mjög bættri afkomu á dagvöruverslun KB. Síðan varð ég sölu- og markaðsstjóri hjá Borgarnes kjötvörum og Stjörnusalati í tvö ár og tek síðan við sem framkvæmdastjóri Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi þann 1. október 2007.“\r\n\r\n \r\n\r\n<em>Sjá nánara viðtal í nýjasta blaði Skessuhorns sem kom út í dag</em>.",
"innerBlocks": []
}