
: Erró á 90 ára afmæli í dag. Ljósm. af FB síðu Snæfellsbæjar
Listamaðurinn Erró 90 ára í dag
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Erró, sem heitir réttu nafni Guðmundur Guðmundsson, er fæddur í Ólafsvík 1932 og fagnar 90 ára afmæli sínu í dag. Erró er tvímælalaust einn af þekktustu samtímalistamönnum Íslendinga, var í fararbroddi evrópsku framúrstefnunnar á sjöunda áratugnum og hefur lagt sitt af mörkum til evrópskar málaralistar. Árið 1989 gaf Erró Listasafni Reykjavíkur um 2000 af verkum sínum og hefur verið opnuð vefsíða með myndum af þeim. Fyrst málaði Erró undir listamannsnafninu Ferró en var gert að breyta því. Faðir hans var listamaðurinn Guðmundur frá Miðdal sem var allt í senn; teiknari, grafíklistamaður, málari, myndhöggvari, ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur og fjallgöngumaður. Erró á einn hálfbróður, Ara Trausta Guðmundsson, sem er þekktur jarðfræðingur og rithöfundur og fv. alþingismaður.\r\n\r\nFram kemur á FB síðu Snæfellsbæjar að sýningar á verkum Errós eigi sér orðið fastan sess í Hafnarhúsinu í Reykjavík en þar stendur nú yfir stórsýningin Erró: Sprengikraftur mynda. Þetta er umfangsmesta sýning sem sett hefur verið upp á verkum listamannsins hérlendis og felur í sér meira en 300 listaverk af ýmsum gerðum sem sett eru upp í öllu Hafnarhúsinu. Sýningin stendur yfir til 29. september næstkomandi.", "innerBlocks": [] }