{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "„Ég er þokkalega sáttur við frammistöðu okkar í sumar, ég átti von á betri árangri en við erum á réttri leið og ætlum okkur að vera með í toppbaráttunni þegar líður á sumarið. Miðað við þann mannskap sem við höfum eigum við að vera deild ofar að mínu mati, en við stefnum að komast þangað og það helst í haust,“ segir Andri Júlíusson fyrirliði Kára í samtali við Skessuhorn.\r\n\r\nAndri, sem er 37 ára gamall, er sem stendur næst markahæsti leikmaður 3. deildar með níu mörk en Jóhann Þór Arnarsson úr Víði er markahæstur með tíu mörk. „Það sem hefur háð okkur í sumar og reyndar síðustu ár er óstöðugleiki. Við erum að fá leikmenn frá ÍA og svo eru aðrir teknir frá okkur á móti aftur í ÍA, þannig að þetta er alltaf erfitt. Án þess að ég vilji fara eitthvað frekar út í það núna þá finnst mér að samstarfið á milli ÍA og Kára gæti verið betra. Ungir strákar sem koma til okkar frá ÍA fá dýrmæta reynslu vissulega og eru að spila leiki og við þessir reynslumeiri getum miðlað til þeirra af reynslu okkar sem er bara gott,“ segir Andri. Hann segir að stærstum hluta sé þetta unnið í sjálfboðastarfi hjá Kára. Fjármagn væri af skornum skammti og allir leggðu sitt að mörkum og þar væri formaðurinn Sveinbjörn Hlöðversson fremstur meðal jafningja sem með ómetanlegu starfi heldur þessu gangandi.\r\n\r\n<strong>Æfir vel</strong>\r\n\r\nÞótt Andri sé orðinn frekar gamall í boltanum miðað við marga þá heldur hann sér í mjög góðu formi og gefur ekkert eftir sér yngri mönnum í fótboltanum. „Ég er í fínu formi og mun leika fótbolta eins lengi og ég get. Ég hugsa vel um sjálfan mig og æfi vel, það er lykillinn.“\r\n\r\nAndri hefur alltaf verið markaskorari á sínum knattspyrnuferli. Hann á að baki 301 leik í mótum KSÍ í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 132 mörk. Hann hefur leikið flesta leiki sína með Kára og ÍA, en fór að láni hluta úr sumri til KA árið 2008 og svo til Fram sumarið 2011. „Eftir sumarið með Fram ákváðum við fjölskyldan að flytja til Noregs og vorum þar í fimm ár, frá 2012 til 2017. Okkur líkaði mjög vel í Noregi og ég lék með liði þar sem heitir Staal og er í norsku þriðju deildinni. Það gekk bara mjög vel hjá mér þar og var skemmtilegur tími.“\r\n\r\n<strong>Alveg sáttur við þau mörk</strong>\r\n\r\nAndri á að baki tvo Evrópuleiki með Skagamönnum gegn finnska liðinu Turku og Randers frá Danmörku. Þá hefur hann leikið tvívegis með U-21 árs landsliði Íslands. Voru það leikir gegn Skotum og Búlgörum og fóru báðir fram ytra.\r\n\r\n„Það er auðvitað gaman að hafa tekið þátt í Evrópuleikjum og leika fyrir Íslands hönd og er ég stoltur af því,“ segir hann. „Þetta voru minnisstæðir leikir. En svo er það einn leikur sem er mér mjög ofarlega í huga. Það var æfingaleikur gegn Derby County hérna á Akranesvelli árið 2005, en enska liðið var að undirbúa sig fyrir keppni í úrvalsdeildinni það ár. Skagamenn unnu leikinn 2:1 og skoraði ég bæði mörkin. Ég er alveg sáttur við að hafa þau á markaskránni,“ sagði Andri að endingu.",
"innerBlocks": []
}
„Ætlum okkur að vera með í toppbaráttunni“ - Skessuhorn