Með sigurlaun að móti loknu. Ljósm. sá.

Vestfjarðavíkingurinn fór víða að þessu sinni

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Fjórir kappar tókust hart á um sigur í Vestfjarðavíkingnum 2022. Þessi rótgrónasta aflraunakeppni landsins var haldin dagana 1. til 3. júlí síðastliðinn, þrítugasta árið í röð. Afmælisvíkingurinn hófst á Patreksfirði á föstudeginum og síðan barst leikurinn seinna dags til Reykhóla. Á laugardag var tekist á suður um í Búðardal og á Hellissandi og lauk keppni í Stykkishólmi á sunnudeginum þar sem meðfylgjandi mynd var tekin.\r\n\r\nKeppendur voru tíu og fjórir skáru sig fljótlega úr í baráttunni um víkingahjálminn. Þeir hafa allir látið mikið að sér kveða í aflraunum sumarsins. Kristján Jón Haraldsson rétt missti af hjálminum í fyrra og tók snemma forystu í ár. Stefán Karel Torfason fylgdi honum eins og skugginn. Vilius Jokuzys gerði harða atlögu á öðrum keppnisdegi með ótrúlegri frammistöðu í uxagöngu og bændagöngu í Búðardal en Kristján Jón stóðst áhlaupið og styrkti stöðu sína í kútakasti á Hellissandi. Hann hélt síðan fengnum hlut í lokagreinunum í Stykkishólmi, drumbalyftu og réttstöðulyftu. Stefán Karel varð í öðru sæti og Kristján Sindri Níelsson náði þriðja sætinu með ótrúlegum lokaspretti og sigri í lokagreinunum tveimur.\r\n\r\nUpphafsmaður Vestfjarðavíkingsins, Guðmundur Otri Sigurðsson, afhenti köppunum verðlaun í mótslok og Kristjáni Jóni Víkingahjálminn. Hann naut þar aðstoðar Magnúsar Vers Magnússonar aflraunakappa sem tók við mótshaldinu fyrir margt löngu en hann vann þessa keppni alls níu sinnum á sínum tíma. Kristján Jón sagði kotroskinn í viðtali við RÚV eftir sigurinn að honum liði vel og þetta hefði verið mjög skemmtileg helgi: „Ég vissi að ég gat unnið þetta mót og ég gerði það.“",
  "innerBlocks": []
}